Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Þetta er frábært !


Arna Rún ofursæta og sagan af einfalda barnabílstólnum

Arna sætaÉg brá mér áðan til Möggu systur til að spila Scrabble við hana, Svanhildi og Helen.  Það sem virkilega lokkaði mig á staðinn var þó sú staðreynd að Helen var með barnabarnið sitt, Örnu Rún ofursætu með sér.  Fröken Bollukinn var í góðu skapi eins og alltaf og sat hin rólegasta við borðið með okkur og fylgdist spennt með spilamennskunni.  Við systur svívirtum hver aðra glaðlega eins og við erum vanar og hökkuðum í okkur sælgæti þess á milli.  Spilinu lauk að sjálfsögðu með sigri mínum og ætluðu fagnaðarlætin aldrei að byrja...  Helen bað okkur þá að aðstoða sig við að stilla og festa nýja barnabílstólinn hennar Örnu í bílinn.  Við náðum í kassann og kipptum stólnum upp.  Helen var afar uppæst þegar hún sá engar leiðbeiningar utan á kassanum en var svo á barmi Arna að bisa við poka :Dtaugaáfalls þegar hún fann hnausþykkan bækling liggjandi í stólnum sjálfum.  "Þetta átti að vera einfaldur stóll" veinaði hún en róaðist aðeins þegar ég benti henni á að þetta var í raun búnt af þunnum bæklingum á 10 tungumálum.  Við gripum þær ensku og hófumst handa.  Einfaldur stóll... einmitt það já.  Beltin í stólnum voru stillt á lægstu stillingu, sem ætluð er fyrir nýfædd börn.  Við litum á litlu fimm mánaða bolluna og sáum strax að hún yrði eins og rúllupylsa ef við spenntum hana niður í þeirri stillingu.  Við þyrftum einnig að leggja hana saman eins og vasahníf.  Við bisuðum við þetta allar systur, einnig Siggi mágur og Hilda Margrét.  Eftir blóð, svita og tár urðum við að játa okkur sigruð.  Við gátum ekki breytt stillingunní á stólnum!  Arna var sett í gamla stólinn sinn og sá nýi settur í sætið við hliðina á henni.  Annaðhvort erum við algerir asnar - eða einfaldi bílstóllinn er ekki eins einfaldur og hann var sagður vera.  Það vantar kúrs í svona stólum hjá Endurmenntun !!  Það myndi spara blóð, svita og tár !

Hilda fær viðurkenningu frá ÍBR

Hilda og Guðrún taka við viðurkenningu ÍBRÍ gær var hóf á Grand Hótel þar sem ÍBR (Íþróttabandalag Reykjavíkur) veitti þeim aðilum sem hlutu íslandsmeistaratitil í fyrra viðurkenningu fyrir árangurinn.  Alls voru þetta 570 manns !  Enda nóg af íþróttafélögum margskonar hér í borginni.  Ég og pabbi hennar vorum á staðnum, auðvitað að rifna af stolti eins og vera ber.  Hér með er mynd af henni og Guðrúnu vinkonu hennar á sviðinu að taka við viðurkenningunum sínum.  Held að íslandsmeistarar í frjálsum hjá ÍR hafi verið alls 22.  Stolt af að dóttirin sé í þeim flokki Smile

Startrekking across the universe..


Hversu marga sjúkraflutningamenn þarf til að lífga við einn gest á Tupperware kynningu?

Tupperware grínSvar: Fimm !.  Ég var sem sagt að halda Tupperware kynningu í kvöld.  Allt gekk eins og það átti að gera, búið að kynna meirihlutann af dollunum og allir búnir að koma með nokkra góða brandara.  Þá tók Magga systir eftir því að Helen systir var orðin eitthvað undarleg.  Og þá meina ég undarlegri en vanalega.  Nema hvað, hún er sykursjúk og var s.s. með sykurfall.  Hún sat á stólnum, reri fram og til baka og hneggjaði ögrandi.  Nú voru góð ráð dýr og byrjað var að reyna að koma í hana mat meðan Guðlaug frænka hljóp út í búð og keypti kók sem venjulega virkar vel á svona stundum.  Erfiðlega gekk að koma í hana kókinu, meðal annars vegna þess að hún vafraði um íbúðina og veifaði höndunum eins og dansari í teknótónlistarmyndbandi.  Hún brá sér einnig í skó eins gestanna og vappaði á þeim um svæðið.  Að lokum var ákveðið að kalla á sjúkrabíl og láta pumpa sykri í teknófríkið.  Við það kættumst við einhleypu konurnar á svæðinu, enda sáum þarna möguleika á að daðra við menn í búningum.  Nema hvað, skömmu síðar komu tveir sjúkrabílar með fimm manns innanborðs brunandi að húsinu.  Hersingin kom þrammandi inn og hljólaði beint í sjúklinginn sem á þeim tímapunkti hafði hreiðrað um sig á baðherbergisgólfinu.  Þegar búið var að hressa hana aðeins við ákváðum við að taka partíið yfir á næsta stig og reyna að bjóða sjúkraflutningamönnunum Tupperware til sölu.  Þeir fylltust þegar mikilli gleði og áhuga en fjórir þeirra náðu þó að hemja sig.  Einn þeirra kom hinsvegar inn í stofu og vildi kanna hvort hægt væri að kaupa glös á slökkvistöðina.  Hann fann ekkert sem hentaði í bæklingnum en skildi eftir símanúmerið sitt ef sölukonan rækist á eitthvað.  Á þeim tímapunkti voru félagar hans fjórir stungnir af.  Þegar hann var farinn færðist aðeins ró yfir partíið.  Eitt vorum við allar sammála um - engin hafði farið á svona Tupperware kynningu fyrr - ekki einu sinni sölukonan sem er búin að kynna dótið í 14 ár !!  Fyrir þær sem vilja krydda Tupperware kynninguna sína með óvæntri komu sjúkraflutningamanna er bent á að ég leigi Helen systur út gegn vægu gjaldi.  Treystið mér, þið munuð aldrei gleyma þeirri kynningu.

Leikið með dót - ekki búin til dótasúpa

Arna að leika sér Ég brá mér í heimsókn til mömmu á laugardaginn með Leikið með bílskúrinnSteingrím litla.  Sif vinkona kom líka með dóttur sína Örnu Ösp.  Mamma dró strax fram fullt af dóti sem sú stutta fór að leika sér að.  Okkur mömmu fannst gaman að sjá Örnu leika sér að dótinu enda aðeins öðruvísi aðfarir þegar bræðurnir Óli og Steinar eru að leika sér.  Þá er dótið venjulega út um allt gólf og kallar og annað dót fljúga gjarnan niður af borði ef þeim er stillt upp þar.  Arna lék sér hinsvegar stillt og góð og ekki eitt hæti endaði á gólfinu. Kynbundinn munur?  Eða eru bræðurnir bara orðnir leiðir á dótinu?  Eitt er víst að það tók styttri tíma að taka saman dótið eftir dömuna en herrana. 

Ófarir í óveðri

Skemmdir á bílÞað hefur varla farið framhjá neinum að það er svolítil gola í Reykjavík í dag.  Svona 20 m/s gola.  Þessu var búið að spá og búið að benda verktökum á að festa niður allt lauslegt á vinnusvæðum.  Þau skilaboð fóru greinilega framhjá mönnum hjá verktakafyrirtækinu sem er að byggja húsið sem ég vinn í.  Um hálf fjögur leytið í dag sáum við hvernig stafli af stórum tréplötum tókst á loft og fauk á bílana á bílastæðinu.  Einn vinnufélaga minna hljóp út og fór að fergja plötustaflann og sækja plötur sem voru að fjúka um stæðið.  Hvað gerðu átta starfsmenn verktakafyrirtækisins sem stóðu þarna ?  Jú, þeir stóðu og horfðu á hann gera þetta !!! Hreyfðu hvorki legg né lið til að hjálpa honum né gera nokkuð að eigin frumkvæði.  Grr, mér til mikillar gleði hafði ein platan farið utan í bílinn minn.  Til allrar lukku komu bara smá rispur, en ég geri tjónaskýrslu og þeir fá að borga skemmdirnar !! Mrrrd.  Óheppnin eltir mig á röndum þessa dagana!  Stormurinn góði tryggir mér svo verkefni í kvöld, þar sem vatn lekur inn um óþétta svefnherbergisgluggann.  Það komu 3 eldingar áðan, það er það eina skemmtilega sem gerst hefur varðandi þetta óveður.  Best að liggja núna og slaka á, reyna að hugsa jákvætt og fara með möntrur. 

Tölva dauðans

Fyrir rúmum tveimur vikum keypti ég mér nýja tölvu.  Var rosa glöð, tölvan fín og flott og allt það.  Aðeins eitt vandamál.  Þegar hún fór á standby þá sýndi hún alltaf villuskjá þegar ég kveikti aftur.  Hmm.  Ég fór aftur með hana í búðina og þar var mér sagt að þetta væri bara galli í Windows Vista, ekkert mál, yrði lagað í næsta service pakka.  Ég fór aftur heim með tölvuna, en daginn eftir fór að heyrast í henni undarlegt hljóð.  Lágt en síendurtekið, ekki eðlilegt.  Svo ég fór með hana aftur.  Í þetta sinn héldu þeir tölvunni í fimm daga.  Sögðu hana virka fínt, ekkert hljóð og búnir að uppfæra Vista, allt í gúddí.  Ég sótti hana því kát og glöð í dag.  Kveikti á henni í kvöld, eftir 20 mínútur fór hljóðið góða að heyrast aftur, bara aðeins öðruvísi.  Hmmm, hugsa ég, þeir voru s.s. bara full of bullshit. Nema hvað, þá slekkur tölvan einfaldlega á sér.  Ég reyni að endurræsa hana, við mér blasir villugluggi.  Svo slekkur hún á sér aftur.  Ég reyni að ræsa aftur, aftur slekkur hún.  Svo að á morgun ætla ég mér að labba niður í Tölvutek og henda henni í hausinn á þeim.  Virkar fullkomlega segja þeir - best að þeir leiki sér þá að henni.  Ég er kannski ljóshærð en það er ekki hægt að sannfæra mig um að þessi tölva sé í lagi!!!


Hilda - meistarinn minn!!!

Núna um helgina var haldið Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í aldursflokknum 15-22 ára.  Hilda Margrét keppti og stóð sig að venju með sóma Cool   Gullverðlaun í stangarstökki, brons í kúlu og 4x200m boðhlaupi.  ÍR stóð uppi sem sigurvegari mótsins með flest stigin og Hilda fékk að taka á móti bikarnum.  Hún er bara best og duglegust !

Þorrablót og bolluveisla

Fjölskyldan hélt fast við þjóðlega siði og hafði bæði þorrablót og bollukaffi um helgina.  Við söfnuðumst saman á laugardaginn heima hjá Möggu systur og allir lögðu eitthvað í púkkið svo útkoman varð glæsilegt þorrahlaðborð.  Ég borðaði mig sadda af hákarl, harðfisk, hangikjöti (vá hvað mikið af þorramat byrjar á h!), sviðasultu og rófustöppu.  Ég sleppti hinsvegar súrmetinu, það hefur aldrei verið minn tebolli.  Svo var auðvitað eftirréttahlaðborð, mestmegnis ís eins og svo oft þegar þessi fjölskylda kemur saman LoL   Hápunktur kvöldsins var þegar Steinar Örn sýndi okkur passamynd af móður sinni.  Sú mynd hlýtur þann vafasama heiður að vera skelfilegasta mynd sem tekin hefur verið af systur minni - af mörgum öðrum ólöstuðum !  Hún er jafnframt sú fyndnasta, á Sæta Arna Rúnþví er enginn vafi.  Við öskruðum úr hlátri, ég varð næstum meðvitundarlaus og átti erfitt með andadrátt í langan tíma á eftir.  Á myndinni tekst henni að vera bæði hörkuleg en jafnframt eymdarleg á svipinn.  Eitt er víst, ég er hætt að kvarta yfir passamyndunum mínum!  Í dag var svo hið hefðbundna bollukaffi hjá mömmu.  Hún hafði bakað um 90 bollur og þegar ég fór höfðu allar nema fimm horfið ofan í maga æstra fjölskyldumeðlima.  Yngsti meðlimur fjölskyldunnar, frk. Arna Rún fékk að vísu engar bollur en við fengum að knúsa bollukinnarnar hennar.  Er svo ææææðisleg InLove   Tókst að fá hana í hendurnar í smá stund, svo var henni rænt af næsta ættingja.  Ótrúlegt hvað hún var róleg miðað við hve oft hún skipti um hendur !!  Góð veisluhelgi hjá fjölskyldunni, megi þær verða fleiri á þessu ári.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband