Arna Rún ofursæta og sagan af einfalda barnabílstólnum

Arna sætaÉg brá mér áðan til Möggu systur til að spila Scrabble við hana, Svanhildi og Helen.  Það sem virkilega lokkaði mig á staðinn var þó sú staðreynd að Helen var með barnabarnið sitt, Örnu Rún ofursætu með sér.  Fröken Bollukinn var í góðu skapi eins og alltaf og sat hin rólegasta við borðið með okkur og fylgdist spennt með spilamennskunni.  Við systur svívirtum hver aðra glaðlega eins og við erum vanar og hökkuðum í okkur sælgæti þess á milli.  Spilinu lauk að sjálfsögðu með sigri mínum og ætluðu fagnaðarlætin aldrei að byrja...  Helen bað okkur þá að aðstoða sig við að stilla og festa nýja barnabílstólinn hennar Örnu í bílinn.  Við náðum í kassann og kipptum stólnum upp.  Helen var afar uppæst þegar hún sá engar leiðbeiningar utan á kassanum en var svo á barmi Arna að bisa við poka :Dtaugaáfalls þegar hún fann hnausþykkan bækling liggjandi í stólnum sjálfum.  "Þetta átti að vera einfaldur stóll" veinaði hún en róaðist aðeins þegar ég benti henni á að þetta var í raun búnt af þunnum bæklingum á 10 tungumálum.  Við gripum þær ensku og hófumst handa.  Einfaldur stóll... einmitt það já.  Beltin í stólnum voru stillt á lægstu stillingu, sem ætluð er fyrir nýfædd börn.  Við litum á litlu fimm mánaða bolluna og sáum strax að hún yrði eins og rúllupylsa ef við spenntum hana niður í þeirri stillingu.  Við þyrftum einnig að leggja hana saman eins og vasahníf.  Við bisuðum við þetta allar systur, einnig Siggi mágur og Hilda Margrét.  Eftir blóð, svita og tár urðum við að játa okkur sigruð.  Við gátum ekki breytt stillingunní á stólnum!  Arna var sett í gamla stólinn sinn og sá nýi settur í sætið við hliðina á henni.  Annaðhvort erum við algerir asnar - eða einfaldi bílstóllinn er ekki eins einfaldur og hann var sagður vera.  Það vantar kúrs í svona stólum hjá Endurmenntun !!  Það myndi spara blóð, svita og tár !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Kannast við svona hluti. Þegar Andri var lítill þufti verkfræðipróf til að raða saman sumum leikföngunum sem hann fékk í jólagjöf.

Steingerður Steinarsdóttir, 22.2.2008 kl. 11:21

2 identicon

Klaufi !!!

Magnea (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband