Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Skírlífisnærföt

Jæja, loksins er það komið sem allir hafa beðið eftir.  Skírlífsnærföt eru nú fáanleg í gegnum póstverslun á netinu.  Kaupið ykkar eintak í dag, ég veit ekki með ykkur en ég ætla að sofa með Jesúmynd yfir vinkonunni hér eftir :-)

Flott hár en engar flísar

Fór í klippingu og strípur hjá Sillu vinkonu í eftirmiðdaginn og er fantaflott á eftir.  Það var því ekki farið í flísaleiðangur í dag.  Og nei, heldur ekki farið með bílinn í skoðun.  En hverjum er ekki sama ?  Ég fer að sofa með dúndurhár LoL

Að vera eða ekki vera...búin að fara með bílinn í skoðun

Bíllinn minn er með númeri sem endar á 7 en eins og alþjóð veit er það númer mánaðarins þegar bíllinn á að fara í skoðun.  Glöggir lesendur munu fljótt átta sig á því að sjöundi mánuður ársins er liðinn og sá áttundi alveg að stinga okkur af.  Ég er hinsvegar ekki búin að fara með bílinn í skoðun.  Á hverju ári dreg ég lappirnar á eftir mér og fer ekki með bílinn fyrr en að einhver er búinn að hamra á því við mig að fara.  Af hverju ?  Jú, ég þjáist af "skoðunarkvíðaröskun".  Ég stressast öll upp þegar ég mæti með bílinn í skoðun.  Ég get aldrei verið á staðnum þegar skoðunin fer fram og þori varla að kíkja á bílinn þegar ég kem til baka af ótta við að sjá grænan endurskoðunarmiða á honum.  Það hefur reyndar ekki gerst ennþá, ekki einu sinni þegar ég átti gamla Suzuki Swiftinn sem var svo sannarlega ekki besti bílinn í bænum.  Ég er bara svona skrítin, af einhverri ástæðu finnst mér þetta óþægilegt !  En nú er að duga eða drepast !  Á morgun SKAL ég fara og fá skoðun á drossíuna.  Best að fara þegar verulega bjart er svo þeir taki ekki eftir því að ljósið vantar í mælaborðið..... 


Flís plís !

seasons1Leitin að baðherbergisflísunum heldur áfram. Við Svanhildur bættum einni búð í viðbót á listann og ef eitthvað er hefur valkvíðinn aukist.  Hann var samt umtalsverður fyrir !  Vorum einmitt að ræða það hversu einfalt það væri ef við byggjum í einhverju afturhaldssömu kommaríki þar sem við gætum bara farið í ríkisflísabúðina og keypt hina opinberu ríkisvegg- og gólfflís.  Úrvalið í búðunum er bara allt of mikið !  Það er svo merkilegt að það sem mér þykir flottast er auðvitað dýrasta dótið í búðinni.  Fnys !  Verð að fara að taka ákvörðun áður en allar útsölur eru búnar GetLost   Búin að fara í Byko, Húsasmiðjuna, Egg, Álftaborg, Baðheima, Egil Árnason og Vídd.  Hvert stingið þið upp á að ég fari næst ? 

Flísaleitarleiðangur og annað flakk

Ég var á ferð og flugi í dag.  Fór fyrst til Magneu vinkonu að skoða nýju íbúðina hennar.  Sú var aldeilis flott Smile   Með yfirbyggðum svölum þar sem myndarlegur vínviður stendur með þremur klösum sem eru að verða þroskaðir. Hlakka mikið til að mæta á spilakvöld þegar flutningi lýkur LoL   Til lukku Magnea og Haraldur !  Næst var svo farið í BYKO að skoða flísar fyrir baðherbergið.  Við Svanhildur systir vöppuðum upp og niður gangana og vorum eiginlega bestar í því að finna flísar sem hvorugri myndi nokkurn tímann detta í hug að kaupa.  Sáum samt nokkur "kannski" þarna.  Það sem mér fannst flottast var auðvitað dýrt - þarf vart að taka það fram (suk).  Stóð sjálfa mig að því að vera farin að kíkja á parket - sá ekki flísina fyrir framan mig en komin með bjálka í augað.  Þetta flísamál er að byrja að fara á sálina á mér, það verður þrautin þyngri að ákveða sig hvað á að kaupa !  Jæja, við slitum okkur burt og brunuðum í IKEA.  Þar tók ég loks af skarið og keypti mér hversdags matarstell.  Bara svona drappað, klassískt IKEA stell.  Nennti ekki að leita lengur, orðin leið á því að borða af pappadiskum.  Meira var nú ekki keypt í þessari ferð, en ég sá nokkur "kannski" þarna líka.  IKEA heimsókn í kortunum á næstunni, treystið mér.  Við lukum flakkinu með heimsókn til mömmu sem bauð upp á kaffi að venju.  Hahhahaah, mér gengur mjög vel að byrja aftur í kaffibindindinu mínu... NOT.  Best að fara að kúra, vinna á morgun og ég þarf að vakna fyrr til að koma unganum í leikskólann.  Smá myndband af Youtube fyrir ykkur sem kynnuð að þyrsta í fróðleik um bandaríska forseta. Tah dah !

Afslappað kvöld

Ég eyddi kvöldinu í afslöppun fyrir framan sjónvarpið.  Horfði á My big fat greek wedding.  Ósköp sæt mynd.  Ég væri líka alveg til í að giftast John Corbett.  Mér fannst alltaf svo ótrúverðugt í Sex and the City að Carrie ætti ekki að vera nógu ástfangin af honum sem Aidan. Come on !!!  Maðurinn er alger hönk !  Reyndi svo að neyða mig til að horfa á The tailor of Panama, en gafst upp.  Pierce Brosnan er jú flottur en ekki nógu flottur til að halda mér fastri yfir leiðinlegri mynd.  Fór því að leika mér á youtube, nýja uppáhaldsstaðnum mínum á netinu.  Áður en ég fer að lúra (stráksi vaknar fyrir kl.8, geeeeeisp) langar mig að deila með ykkur þessu bráðskemmtilega lagi úr þætti úr gamanmyndaflokknum Flight of the Conchords.  Góða nótt !

Steingrímur sætilíus í heimsókn um helgina

Brosmildur ungiÍ dag sótti ég stuðningsbarnið mitt hann Steingrím og verður hann hjá mér og Hildu um helgina.  Við mæðgur vorum til allrar lukku búnar að ryðja honum braut hérna í stofunni svo hann hefði eitthvað svæði til að leika sér á.  Á ganginum er enn nægt kassafargan, þó að til allrar lukku sé það farið að minnka.  Steingrímur mun svo skreppa aðeins með mér í vinnuna í fyrramálið, en við heilbrigðisfulltrúarnir erum að fara að hlusta á skothvelli á morgun (ekki spyrja, þið viljið ekki vita meira).  Áfram verður tekið úr kössum á morgun og hver veit, kannski getur litli karlinn leikið sér á ganginum á sunnudaginn LoL  Nánari fréttir og fleiri myndir af gaurnum eru á www.steingrimurpall.blogspot.com.


Loksins eitthvað að gerast !!

Sætar mæðgurMín ástkæra einkadóttir kom heim í dag og réðist á kassafjallið og húsgögnin af miklum ákafa.  Og viti menn !!  Það sést í íbúðina !!!  Komin mynd á stofuna og kössum aðeins fækkað.  Hægt að ganga um núna án þess að hafa áhyggjur af því að deyja vegna kassahruns.  HÚRRA !!!  Ungfrúin var verðlaunuð með súkkulaði fyrir dugnaðinn.  Hún verður hér í viku svo ég geri ráð fyrir því að nú fari hlutirnir virkilega að gerast.  Jibbí, við munum sigra kassana saman !!  Þá er næst að gera upp baðherbergið... þekkir einhver góðan flísaleggjara og pípara ?  Læt fljóta með mynd af okkur mæðgum sem Gunnella tók í Japan.  Erum við ekki sætar ?

 

 


Kassadama

Ein í kassa, passa

að missa ekki vitið

Fer að krassa, trassa

og get ekki upp litið

* * * * * * * * * * * * * *

Allt er á tjá og tundri

ætli nokkurn undri

þó ég fríki út

af sorg og sút

Þarf kannski ekki að taka það fram en ég er s.s. að brjálast á hve hægt gengur að ganga frá og gera íbúðina byggilega.  Ef ég fer að tala tungum hér á blogginu vitið þið ástæðuna.Bandit


Spiderman drengirnir - taka 2 !

Sætu Spiderman drengirnirTakk fyrir hjálpina Gurrí, nú get ég póstað fleiri myndir Smile   Og hér eru myndir af sætustu frændum í heimi í Spiderman Steinar-Spiderman stekkur að myndavélinni!búningum !

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband