Að vera eða ekki vera...búin að fara með bílinn í skoðun

Bíllinn minn er með númeri sem endar á 7 en eins og alþjóð veit er það númer mánaðarins þegar bíllinn á að fara í skoðun.  Glöggir lesendur munu fljótt átta sig á því að sjöundi mánuður ársins er liðinn og sá áttundi alveg að stinga okkur af.  Ég er hinsvegar ekki búin að fara með bílinn í skoðun.  Á hverju ári dreg ég lappirnar á eftir mér og fer ekki með bílinn fyrr en að einhver er búinn að hamra á því við mig að fara.  Af hverju ?  Jú, ég þjáist af "skoðunarkvíðaröskun".  Ég stressast öll upp þegar ég mæti með bílinn í skoðun.  Ég get aldrei verið á staðnum þegar skoðunin fer fram og þori varla að kíkja á bílinn þegar ég kem til baka af ótta við að sjá grænan endurskoðunarmiða á honum.  Það hefur reyndar ekki gerst ennþá, ekki einu sinni þegar ég átti gamla Suzuki Swiftinn sem var svo sannarlega ekki besti bílinn í bænum.  Ég er bara svona skrítin, af einhverri ástæðu finnst mér þetta óþægilegt !  En nú er að duga eða drepast !  Á morgun SKAL ég fara og fá skoðun á drossíuna.  Best að fara þegar verulega bjart er svo þeir taki ekki eftir því að ljósið vantar í mælaborðið..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Skoðanakvíðaröskun er ábyggilega algengt vandamál meðal landsmanna. Hjá mér felst hún í því að hafa ekki skoðun á þeim sem þora ekki að fara með bíla í skoðun.

Steingerður Steinarsdóttir, 30.8.2007 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband