Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
30.4.2007 | 00:48
Góður dagur, með miklum grjótburði :-)
Við Steinka skelltum okkur í göngutúr á eyri inni í Hvalfirði. Við örkuðum af stað beinar í baki niður brekkuna og fórum svo út á eyrina. Skömmu síðar vorum við orðnar kengbognar og gengum löturhægt eftir ströndinni, skimandi arnfránum augum eftir fallegum steinum. Það var heldur enginn skortur af þeim þarna. Brátt var ég komin með slagsíðu þar sem ég var búin að troða úlpuvasann fullan af grjóti. Alltaf þegar maður hélt að nú væri nóg komið rakst maður á annan stein sem maður bara varð að taka. Við rétt náðum að lyfta hausnum nógu oft til þess að njóta návistar margæsahópa sem voru að hvíla sig þarna allt um kring. Freyja var ekki að láta þessa steinatínslu trufla sig við útivistina, hún hljóp fram og til baka alsæl og skellti sér að sjálfsögðu í sjóinn. Það var líka ansi saltstorkinn feldurinn á henni í lok túrsins. Við systur gátum varla dregið okkur upp brekkuna aftur, svo þungt var grjótið í vösunum. Nú veit ég hvernig tilfinning það væri að vera of þung ! Til að toppa góðan dag bauð Steinka mér í mat og ég hámaði í mig gómsætar kjúklingabringur. Lífið er bara dásamlegt stundum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2007 | 11:05
Ræs ræs, best að koma sér fram úr
Það er alveg merkilegt hve erfitt er að komast fram úr rúminu um helgar. Sængin vefur sig utan um mann eins og kyrkislanga og höfuðið sekkur á bólakaf í koddann eins og um kviksyndi væri að ræða. Með reglulegu millibili vefur kötturinn Rúnólfur sér utan um hausinn á mér og purrar blíðlega. Það er ómögulegt að fara á fætur við þessar aðstæður. Í gærkveldi var ég að spila við Júllu vinkonu og vorum við skrautlegar að sjá, geyspandi í kapp við hvor aðra Við entumst samt til miðnættis með því að neyta koffeins í formi Hraunbita. Ég man þá tíð þegar föstudagskvöld var aðaldjammkvöldið og maður kenndi engrar þreytu fyrr en undir morgun. Nú vill maður helst gera eitthvað á laugardagskvöldum eftir að vera búinn að sofa út og safna kröftum. Svona er aldurinn farinn að segja til sín. Spurning hvort ég eigi að reyna að komast í íbúðarskoðun í dag. Skoðaði tvær í gær - hvorug þeirra öskraði: kauptu mig, kauptu mig! Í annarri beið mín óvænt sjón á baðherberginu - baðkarið var niðurgrafið !!! Baðbrúnin nam við gólfflötinn, svo maður varð að stíga niður í það - hversu fljót haldið þið að ég yrði að brjóta útlim vð þessar aðstæður ?? Hin var reyndar með fallegar innréttingar en stóra holan í veggnum við eldhúskrókinn (æ, það lekur inn útfrá veggnum þarna, þetta verður lagað fljótlega) og litla skápalausa barnaherbergið með skrítna þríhyrnta útskotinu gerðu útslagið. Er með 2 íbúðir í viðbót á lista sem ég ætla að skoða. En fyrst ætla ég að kúra aaaaaðeins lengur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2007 | 00:42
Kisur kisur allsstaðar !
Við mæðgurnar erum umkringdar af kelnum köttum. Hildu virðist ekki finnast það sérstaklega leiðinlegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2007 | 21:08
Æsispennandi framhaldssaga - fasteignaleitin heldur áfram
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 15:20
Fasteign óskast - hjááálp !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2007 | 17:25
Vetrarblóm
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.4.2007 | 23:58
Mamma því miður ekki dauð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2007 | 12:00
Gleðilegt sumar !!!
Gleðilegt sumar allir nær og fjær Sólin skín hérna inn um þakgluggann en af biturri reynslu veit ég að þetta er bara gluggaveður. Veturinn kvaddi með hamförum hér í Reykjavík, húsbrunar og heitavatnsflóð í miðbænum. Vonandi verður sumarið rólegra ! Hér í Álakvíslinni óskaði Runólfur okkur gleðilegs sumars með því að leggjast yfir andlitin á okkur og mala eins og diesel rafstöð. Verð að játa að ég hefði kosið að kúra lengur í friði, án kattarhára í nefinu. En sólin skín og þá er glæpsamlegt að liggja lengur í bælinu. Best að smella sér á fætur og gera eitthvað af viti. Eitt að lokum: Munið að skipta út nagladekkjunum (þetta voru umhverfisskilaboð dagsins ).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2007 | 22:04
Sársaukafull sjúkraþjálfun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2007 | 14:57
Stuð á árshátíð
Það var fantastuð á árshátíðinni í gær. Örn Árnason var veislustjóri og hélt uppi fjörinu. Sorphirðan kom með flott skemmtiatriði og hljómsveitin Sviss var bara mjög góð. Ég dansaði smá þrátt fyrir fótaeymsli, það kostar sitt fyrir ónýtu ökklana að vera í spariskóm. Kjóllinn og greiðslan voru geðveikt flott, ég fer sko aftur í greiðslu til Sillu fyrir næstu árshátíð Party on !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)