Mamma því miður ekki dauð

Eftir að hafa horft á Taggart í kvöld ákvað ég að bjalla í mömmu.  Mér til undrunar svaraði ekki. Það þótti mér ansi furðulegt, sú gamla missir venjulega ekki af slíku sjónvarpsefni.  Ég hringdi því í Svanhildi systur og spurði hvort hún væri nokkuð búin að kála þeirri gömlu.  Nei, ekki vildi hún játa því.  Við höfðum hinsvegar áhyggjur þar sem ekkert hafði heyrst í henni allan daginn.  Ég bað því Svanhildi að tékka á gömlu konunni, aldrei að vita nema hún lægi ósjálfbjarga einhversstaðar í íbúðinni.  Nema hvað, skömmu síðar reyndi ég að hringja en þá var á tali.  Loks náði ég sambandi við gamla flakið.  Hún hafði verið að keyra Atla frænda heim. Ég spjallaði við hana um stund og hringdi svo í Svanhildi systur aftur.  Ég byrjaði símtalið á orðunum: Hún er ekki dauð.  Já, því miður, svaraði systir mín.  Tek það fram að fjölskyldan hefur afar sérstakan máta á að tjá væntumþykju sína.  Okkar símtali lauk með að ég sagði henni að hún væri ljót, hún svaraði: sömuleiðis.  Hvað um það, ég var nú samt fegin að mamma var á lífi.  Þrátt fyrir allan óþokkaskapinn í okkur systrum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahhahaha, mamma lenti einmitt í svona dauðsfalli þann 19. desember sl. Hún beið samviskusamlega við símann eftir fréttum af fæðingu langömmubarnanna, tvíburanna guðdómlegu, það leið og beið, dagurinn varð að kvöldi ... hún VISSI nú að eitthvað hafði komið fyrir en vildi ekki hringja sjálf. Þegar Hilda systir mætti skelfingu lostin upp í Asparfell kom í ljós að síminn hennar mömmu var bilaður! 

Guðríður Haraldsdóttir, 21.4.2007 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband