Súpusprengingin mikla

Um daginn ákvađ ég af myndarskap mínum ađ sjóđa grćnmetissúpu til ađ taka međ sem nesti í vinnuna.  Ég bjó til nóg til ađ geta fryst fleiri skammta til ađ eiga til góđa.  Ég jós súpunni í ílát og var eitthvađ ađ vesenast međan hún var ađ kólna.  Loks taldi ég ađ hćgt vćri ađ loka ílátunum og setja ţau í frystinn og ísskápinn.  Vel gekk međ ţađ sem fór í frystinn, ţađ hagađi sér allt skikkanlega.  Vandrćđin byrjuđu ţegar ég smellti Tupperware skálinni međ lokinu inn í kćlinn.... Á ţví augnabliki sem ég setti skálina inn ţeyttist lokiđ af međ háum smell og súpan spýttist út um allan ísskáp.  Drjúgur skammtur lenti á mér og strax myndađist myndarlegur pollur á gólfinu.  Fyrst stóđ ég og starđi.  Síđan viđhafđi ég orđbragđ sem ekki hćfir dömu (en ţar sem ég er engin dama var ţetta bara allt í lagi).  Ţađ var ótrúlegt hve mikiđ af súpu var í ţessari blessuđu skál.  Ţegar hún var sloppin út var eins og um tugi lítra vćri ađ rćđa.  Ég ţurfti ađ ţurrka, ţrífa og skola allt í 2 m radíus frá ísskápnum.  Á kálfanum á mér kúrđi eitt klettasalatsblađ og á ristinni á mér var blómkál.  Eftir mikinn barning lauk ţrifunum og er ísskápurinn nú glansandi hreinn og flottur.  Hagsýna og hćfileikaríka húsmóđirin brá sér í sturtu.  Kannski var súpan enn of heit...?

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband