21.1.2008 | 00:32
Fljúgandi Jakob og sæt kríli
Steingrímur var ekki eina krílið sem ég fékk að sjá þessa helgina. Ég brá mér í kaffi til Sifjar vinkonu í dag og hitti þar systurnar Örnu og Eyrúnu. Eyrún var reyndar ekkert par hrifin af gestinum, vildi alls ekki horfa of mikið á mig og hélt fast í mömmu sína. Arna var meira til í að spjalla og sendi gestinum leiftrandi bros... sum með kakóskeggi til áherslu
Næst fór ég heim til mömmu og þar voru Óli og Steinar í góðum gír að horfa á Múmínálfana. Alltaf jafngaman að sjá þá bræður og alltaf sama fjörið í þeim. Loks fór ég í kvöldmat heima hjá Kristínu vinkonu. Hún bauð upp á Fljúgandi Jakob, æðislegan kjúklingarétt sem ég að sjálfsögðu át yfir mig af. Stjarnan á því heimili er 4 mánaða og er kallaður Doddi. Sá er með ómótstæðilegt bros og fína undirhöku
Ég fór því ánægð heim í kvöld, búin að fá að sjá fullt af krílum og borða góðan mat. Nú er best að fara að lúra með bros á vör.
Athugasemdir
Doddi virðist braggast vel - fullt af fallegum börnum í kringum þig - lucky you
Rebbý, 22.1.2008 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.