6.12.2007 | 01:09
Kvöldstund klikkaða heilbrigðisfulltrúans
Heima ein - og læt mér leiðast. Búin að vera að leika mér á veraldarvefnum í allt kvöld. Á þessu rölti hef ég rekist á margar athyglisverðar vefsíður. T.d. þessi um hneykslaðar kanínur. Hmm. hafði ekki gert mér ljóst hversu hneykslaðar kanínur geta orðið fyrr en núna. Mín eigin horfir á mig og er greinilega hneyksluð á mínu óáhugaverða lífi. Svo er það síðan um ketti sem líkjast Hitler. Sá sem setti upp þá síðu á sennilega við einhverja andlega erfiðleika að stríða! Ég rakst líka inn á síðu þar sem hægt er að finna allar tegundir fælni (fóbíur) í stafrófsröð. Vissuð þið að þeir sem eru hræddir við vötn þjást af Limnophobiu ? Og þeir sem hræðast trúarathafnir eru með Teleophobiu ? Afar áhugaverð síða
. Að lokum vil ég nefna heimasíðu heimssamtaka fólks sem fer í Steinn-skæri-blað leikinn. Vissuð þið að Andrea Farina frá New York er heimsmethafinn í Steinn-skæri-blað ? Hún tryggði með sigri sínum fyrstu gullverðlaun Bandaríkjana frá því að heimsmeistaramót hófust árið 2002. Hún er undarleg, hún veröld !!! Best að fara að lúra !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.