Umhverfisvernd tekur á sig ýmsar myndir...

Ég er líffræðingur og er fylgjandi hvers kyns umhverfisvernd.  Endurvinnsla úrgangs, endurnýting, lífræn matvæli, orkusparnaður... bara nefndu það.  Ég er orðin hörkudugleg í að flokka, er með poka fyrir dagblöð, plas, málm og umbúðapappa.  Ég verð samt að játa að mér hafði ekki dottið í hug að til væru umhverfisvænar klámmyndir.  Ójá !  Þið lásuð rétt: umverfisvænar KLÁMmyndir.  Þessar myndir eru kallaðar Fuck for Forest og í þeim nýtur fólk ásta úti í guðsgrænni náttúrunni.  Aðgangseyririnn rennur svo í sjóð til verndar regnskógunum.  Nánar um þetta hér.  Held að það væri ekki sniðugt að taka þetta upp hér á Íslandi, í kuldanum hér í lyngvöxnu hrauni.  En allra hörðustu umhverfisverndarsinnar vita þá hvert þeir eiga að leita ef þeim vantar smá örvun :-)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi eru myndirnar líka teknar með umhverfisvænum batteríum á umhverfisvænum digitalmyndavélum og handrit (sem ég reikna nú ekki með haha) ekki skrifað á pappír....!

Ánægð með þig hvað þú byrjar nýja bloggið vel!!!

Sifin (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 02:06

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Veit ekki betur en að gæsahúð hafi alltaf þótt smart! Fólk getur bara hamast sér til hita ... held að það væri skrambi flott að gera klámmynd í þessu guðdómlega landslagi, t.d. með Vatnajökul í baksýn ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.2.2007 kl. 10:25

3 Smámynd: Svava S. Steinars

Býður þú þig kannski fram í fyrstu umhverfisvænu klámmyndina á Íslandi ?  Frábært tækifæri :-)

Svava S. Steinars, 5.2.2007 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband