Færsluflokkur: Bloggar
6.2.2007 | 17:11
Danskur spurningaleikur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2007 | 11:39
Að vera eða ekki vera - vændiskona ?
Myndin hér til hliðar er af mottu á veitingastað í Shanghai. Gott að þeir skuli hafa vinalega öryggisverði til að hjálpa manni að komast að því hvort maður sé vændiskona eður ei. Ætli það sé algengt að inn komi konur sem eru í vafa ? Og hvernig fara vinalegu öryggisverðirnir að því að komast að sannleikanum ? Kannski spyrja þeir bara "how much ?" og ef þú asnast til að svara og gefa upp verð - AHA ! Þá ertu dæmd vændiskona. Maður þyrfti eiginlega að skella sér á þennan veitingastað og fá úr þessu skorið. Kannski búin að vera vændiskona lengi án þess að vita það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2007 | 00:54
Umhverfisvernd tekur á sig ýmsar myndir...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.2.2007 | 01:52
Pirringur dagsins !
Ef það er eitthvað sem ég ekki þoli þá eru það símhringingar frá ótal líknarfélögum sem reyna að pranga inn á mig geisladiskum, bókum eða öðru drasli. Maður þarf að hlusta á langa og hjartnæma ræðu um málstaðinn og á svo að borga tvöfalt verð fyrir eitthvað sem manni langar ekkert í. Sama gildir um gíróseðla sem dreift er í öll hús sem með fylgir eitthvað dót s.s. jólakort eða eitthvað í þeim stíl. Þetta pirrar mig mjög mikið, þarna er reynt að höfða til samvisku fólks - ekki ferðu að nota jólakortin án þess að borga ? Og ekki hendir þú bara fínum jólakortum ónotuðum ? Nýjasti anginn af þessu er þegar svokallaðir "valkræfir" gíróseðlar dúkka upp í heimabankanum. Ótrúleg frekja ! Allt í einu er þarna einhver reikningur sem maður kannast ekkert við og þegar verið er að haka við langan lista af reikningum sem á að borga er auðvelt að ruglast og kippa honum með. Það gladdi mig því að sjá þessa frétt á mbl.is um að búið sé að kvarta til talsmanns neytenda og hann sé farinn að kanna málið. Mér finnst þetta átroðningur, ef ég vil styrkja líknarfélög vil ég gera það með því að greiða inn á reikning viðkomandi félags. Þá er enginn símasölukostnaður, prentkostnaður á auglýsingamiðum, gíroseðlum og jólakortum. Og þá er enginn að troða sér inn í heimabankann minn í þeirri von að ég óvart borgi reikninginn þeirra. Einu kröfurnar sem eiga að vera í mínum heimabanka eru þær sem ég hef stofnað til sjálf. Og hananú !
![]() |
Greiðsluseðlar sendir í heimabankann án þess að vara sé pöntuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.2.2007 | 22:25
Á einhver góðan lukkugrip sem hann er ekki að nota ?

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.2.2007 | 09:43
Við myndum ekki eiga sjö dagana sæla í Þýskalandi..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.2.2007 | 01:16
Tak sæng þína og gakk og komdu þér burt í einum grænum og finndu þér einhvern annan stað í bænum !
Hrmph ! Eftir að blogger fluttist yfir á Google hefur það verið bölvað vesen að reyna að blogga. Ég þarf að tvískrá mig inn og oftar en ekki hverfa færslurnar skyndilega þegar ég ætla að birta þær. Því tók ég hatt minn og staf, fékk mér nesti og nýja skó og flutti allt mitt hafurtask yfir á þessa síðu. Fékk þessa hugmynd eftir að Gurrí vinkona hvarf skyndilega af blogger og birtist fílefld á blog.is. Ég ætla núna að drífa mig í bælið en að lokum vildi ég birta mynd sem ég nappaði af vef Aftonbladet í Svíþjóð en hún er af snjólistaverkum sem gerð voru víðsvegar um landið. Heja Sverige segi ég nú bara...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)