Færsluflokkur: Bloggar
Undanfarin ár hafa komið upp nokkur mál í USA þar sem ófædd börn eru skorin úr kviði móður sinnar. Í nokkrum tilfellum hafa börnin lifað, í öðrum dáið enda gjarnan ekki fullburða. Vart þarf að taka fram að mæðurnar hafa ekki lifað "aðgerðirnar" af. Einni konu tókst að berjast á móti og drepa geðsjúklinginn sem var kominn til að skera úr henni barnið og konan í fréttinni hér slapp með naumindum. Hversu sjúkt getur fólk verið ??? Og hvers vegna gerist svona helst í USA ?? Hef ekki heyrt um þetta gerast í öðrum löndum, get ekki útilokað það þó. Ekki er ólíklegt að sumar konurnar hafi fengið hugmyndina við að fylgjast með fréttum af svipuðum voðaatburðum. Kannski fer einhver klikkhausinn af stað eftir að lesa um réttarhöldin yfir þessari konu. Maður fær hroll niður bakið við að hugsa um þetta !
![]() |
Játaði að hafa skorið maga ófrískrar nágrannakonu sinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2007 | 16:26
Réttið upp hönd þeir sem öfunda mig af starfinu mínu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2007 | 00:39
Bafta verðlaunin afhent með pompi og pragt


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.2.2007 | 01:28
Spennan eykst !
Það er sagt að raunveruleikinn sé oft ótrúlegri en skáldsaga. Það á vel við í gátunni um faðerni dóttur Önnu Nicole heitinnar. Nú er farið að blanda löngu dauðum eiginmanni hennar í spilið. Hún á sem sagt að hafa notað fryst sæði hans til geta þetta vesalings litla grey sem allir vilja eiga. Ef málið væri svo einfalt að hún ætti sæði úr karlfausknum inni í banka af hverju í ósköpunum hefði hún þá ekki verið búin að nota það fyrr ? Ég bíð spennt eftir því hver gefur sig fram næst ? Ólafur Ragnar Grímsson ? George W. Bush ? Yfirstrumpur ? Best væri auðvitað að Angelina Jolie og Brad Pitt ættleiði barnið. Það væri flottur endir á sögunni.
![]() |
Notaði Smith fryst sæði eiginmannsins? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2007 | 20:10
Hugljúf dvöl í Himnaríki :-)


Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2007 | 02:04
Roðn

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2007 | 01:44
Frægur, frægari, frægastur

Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2007 | 00:58
Lost snýr aftur

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2007 | 00:59
Inflúensan er komin !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2007 | 21:11
Nýir meðlimir Tuborg fjölskyldunnar
Tuborg Grön hefur eignast litla bræður, þá Blå og Hvid. Ég býð þá hjartanlega velkomna í fjölskylduna og get ekki beðið eftir að kynnast þeim. Eftir námsárin í Danmörku hef ég haldið góðu sambandi við Tuborg fjölskylduna og Guld og Classic, frændur Grön, hafa fengið að kíkja í heimsókn af og til. Grön sjálfur er reglulegur gestur, m.a. á bjórkvöldum í vinnunni. Påskebryg og Julebryg eru fjarskyldari ættingjar sem líta við einu sinni á ári, en alltaf reyni ég að taka hlýlega á móti þeim. Ég tek frá pláss í ísskápnum fyrir nýju strákana, en best væri auðvitað að skella sér til Köben og hitta þá á heimavelli
![]() |
Blár og hvítur Tuborg til liðs við þann græna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)