Færsluflokkur: Bloggar

Hetjan mín !

Hildan mín stóð sig vel í dag eins og svo oft áður.  Hún var að keppa í hástökki í dag í Bikarkeppni FRÍ fyrir 16 ára og yngri. Keppnin var haldin á vellinum við Fífuna í Kópavogi.  Hún var að keppa við stelpur allt upp í 16 ára en náði samt 3-4. sæti LoL   Enn ein medalían í safnið og stórgóður árangur hjá dömunni.  Hún fór yfir 1,55 m og felldi aldrei fyrr en hún reyndi við 1,60.  Glæsilegt !

Eldur eldur !

fireNúna áðan brá ég mér í sturtu sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi (er kattþrifin).  Nema hvað, þegar ég stend og slæst við sturtuna (er biluð og hausinn vill alltaf vísa að veggnum) upphefst allt í einu ærandi hávaði á ganginum.  Ég stökk út úr sturtunni í örvæntingu að leita að uppruna hljóðsins, rennandi blaut og að sjálfsögðu allsnakin.  Mér til undrunar var þetta reykskynjarinn sem vældi þarna eins og loftvarnarflauta.  Ég náði að henda í hann handklæði og þá þagnaði hann.  Ég stökk aftur inn í sturtuna en ekki leið á löngu áður en öskurapinn á ganginum byrjaði aftur.  Aumingja Hilda rumskaði og muldraði (að hætti sinnar kynslóðar): What the f**k !  Aftur flaug handklæðið í hávaðasegginn og Hilda sveif beint aftur inn í draumalandið.  Ég hinsvegar velti því fyrir mér hvernig ég eigi að haga brunaöryggismálum hér í íbúðinni án þess að þurfa að lenda í svona aftur.  Það var ekki eins og það væri mikil gufa að koma út af baðherberginu !  Er amk fegin að enginn nágranni kom með exi og braut dyrnar niður til að bjarga okkur.  Að mæta mér allsnakinni á ganginum hefði kostað ótal sálfræðitíma og gert húsfundi framtíðarinnar vandræðalega. 


Kynningar fyrir karlmenn

pondus 2


Í vímu af bensínlykt og komin mynd á stofuna

Jæja.  Vinnan mín er alltaf svolítið spes.  Um daginn fylgdist ég með vigtun á hænsnaskít, hlustaði á skothvelli og leitaði að uppruna stórs rykskýs sem birtist einn fagran morgun í síðustu viku.  Í dag fór ég að þefa af frárennslisbrunnum í Skerjafirði.  Fimm ára háskólanám var auðvitað bráðnauðsynlegt við þessar aðstæður.  Fórum inn í dælustöð þar sem lyktin var svo megn að ég sveif um á fjólubláu skýi í langan tíma á eftir.  Far out man !  Fór svo loks með bílinn í skoðun og fékk helv. græna endurskoðunarmiðann.  FNYS !! Þetta mun kosta dágóða summu Angry   Jákvæðara var þó þegar Sif vinkona/innanhúsarkitektinn minn kom í heimsókn og hjálpaði mér að raða upp í stofunni.  Loksins að komast mynd á þetta !  Nú vantar mig að vísu langa loftnetssnúru en það ætti nú að vera hægt að redda því.  Mun pósta myndir af öllu þegar ég er búin að slátra síðustu kössunum og hengja upp myndir.  Hús og híbýli munu fljótlega mæta og taka þetta út.

Auglýsi eftir kímnigáfu hjá þjóðkirkjunni

Fólk var að hneykslast á islamtrúarfólki að hafa brugðist illa við vegna skopteikninga af Múhameð spámanni !  Hversu margar teikningar, bíómyndir, þætti og annað er búið að gera þar sem Guð/Jesú/María eða aðrar persónur Biblíunnar eru settar fram á spaugilegan máta ??  Fjöldi brandara til um trúarleg málefni !  Kirkjan gerði ekkert annað ef hún ætti að fyrtast við í hvert skipti sem trúartengt efni er sett fram á þennan máta.  Er ekki bara í lagi að setja þetta efni fram á léttum nótum ?  Hélt að nóg væri komið eftir fjaðrafokið sem varð út af páskaþætti Spaugstofunnar (sem mér fannst mjög fyndinn).  Ég sá ekkert niðrandi gagnvart þjóðkirkjunni í þessari auglýsingu.  Sumir ættu ekki að taka sig svona hátíðlega.
mbl.is Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð helgi með góðum mat, góðum vinum, góðum kökum og góðri bíóferð

Óli að kíkja á Spiderman kökuna sínaÞetta var verulega góð helgi og ég innbyrti alveg hreint tonn af góðgæti !.  Á föstudagskvöldið fór ég í matarboð hjá Sonju vinkonu á Selfossi.  Þar fengum við stelpurnar dásamlegan mat og frábærar kökur í eftirrétt.  Eins og vanalega var mikið spjallað og hlegið LoL   Á laugardaginn flutti Magnea vinkona yfir götuna (hahah, við erum báðar í að kaupa við hliðina á stöðum sem við höfum búið á) og ég mætti af staðinn og hjálpaði aðeins til.  Ég fór svo í afmæli til sætu frændanna þeirra Óla og Steinars.  Þar voru auðvitað góðar veitingar og góður félagsskapur (fjölskyldan mín háværa).  Eftir afmælið brá ég mér aftur til Magneu og fékk þar pizzu með flutningsgenginu.  Burp !  Sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur og ég brá mér í enn eitt barnaafmælið, í þetta sinn hjá Aroni Inga hennar Ágústu.  Enn meira spjall og enn meira góðgæti !!!  Næsti stopp var svo hjá Júllu og Matta til að sækja 3ja sæta sófann minn.  Ótrúlegt en satt, okkur tókst að troða honum í bílinn þeirra, þessu líka ferlíkinu, gátum meira að segja lokað skotthurðinni !!  Síðasta húsgagnið er því komið heim - nú vantar mig bara málverkið mitt (onei Magnea, er ekki búin að gleyma því !).  Að sjálfsögðu fékk ég svo gómsætan kvöldverð hjá Júllu og Matta !!!  Ég hlýt að hafa þyngst um 10 kg þessa helgi !  Helginni lauk svo með ferð á The Bourne Ultimatum í bíó með Sif og Júllu.  Svaka hasar með popp og gosi.  Best að reyna að fara að sofa, enda góða helgi með góðum svefni !

Skírlífisnærföt

Jæja, loksins er það komið sem allir hafa beðið eftir.  Skírlífsnærföt eru nú fáanleg í gegnum póstverslun á netinu.  Kaupið ykkar eintak í dag, ég veit ekki með ykkur en ég ætla að sofa með Jesúmynd yfir vinkonunni hér eftir :-)

Flott hár en engar flísar

Fór í klippingu og strípur hjá Sillu vinkonu í eftirmiðdaginn og er fantaflott á eftir.  Það var því ekki farið í flísaleiðangur í dag.  Og nei, heldur ekki farið með bílinn í skoðun.  En hverjum er ekki sama ?  Ég fer að sofa með dúndurhár LoL

Að vera eða ekki vera...búin að fara með bílinn í skoðun

Bíllinn minn er með númeri sem endar á 7 en eins og alþjóð veit er það númer mánaðarins þegar bíllinn á að fara í skoðun.  Glöggir lesendur munu fljótt átta sig á því að sjöundi mánuður ársins er liðinn og sá áttundi alveg að stinga okkur af.  Ég er hinsvegar ekki búin að fara með bílinn í skoðun.  Á hverju ári dreg ég lappirnar á eftir mér og fer ekki með bílinn fyrr en að einhver er búinn að hamra á því við mig að fara.  Af hverju ?  Jú, ég þjáist af "skoðunarkvíðaröskun".  Ég stressast öll upp þegar ég mæti með bílinn í skoðun.  Ég get aldrei verið á staðnum þegar skoðunin fer fram og þori varla að kíkja á bílinn þegar ég kem til baka af ótta við að sjá grænan endurskoðunarmiða á honum.  Það hefur reyndar ekki gerst ennþá, ekki einu sinni þegar ég átti gamla Suzuki Swiftinn sem var svo sannarlega ekki besti bílinn í bænum.  Ég er bara svona skrítin, af einhverri ástæðu finnst mér þetta óþægilegt !  En nú er að duga eða drepast !  Á morgun SKAL ég fara og fá skoðun á drossíuna.  Best að fara þegar verulega bjart er svo þeir taki ekki eftir því að ljósið vantar í mælaborðið..... 


Flís plís !

seasons1Leitin að baðherbergisflísunum heldur áfram. Við Svanhildur bættum einni búð í viðbót á listann og ef eitthvað er hefur valkvíðinn aukist.  Hann var samt umtalsverður fyrir !  Vorum einmitt að ræða það hversu einfalt það væri ef við byggjum í einhverju afturhaldssömu kommaríki þar sem við gætum bara farið í ríkisflísabúðina og keypt hina opinberu ríkisvegg- og gólfflís.  Úrvalið í búðunum er bara allt of mikið !  Það er svo merkilegt að það sem mér þykir flottast er auðvitað dýrasta dótið í búðinni.  Fnys !  Verð að fara að taka ákvörðun áður en allar útsölur eru búnar GetLost   Búin að fara í Byko, Húsasmiðjuna, Egg, Álftaborg, Baðheima, Egil Árnason og Vídd.  Hvert stingið þið upp á að ég fari næst ? 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband