Færsluflokkur: Bloggar
9.9.2007 | 00:36
Hetjan mín !

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2007 | 01:37
Eldur eldur !
Núna áðan brá ég mér í sturtu sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi (er kattþrifin). Nema hvað, þegar ég stend og slæst við sturtuna (er biluð og hausinn vill alltaf vísa að veggnum) upphefst allt í einu ærandi hávaði á ganginum. Ég stökk út úr sturtunni í örvæntingu að leita að uppruna hljóðsins, rennandi blaut og að sjálfsögðu allsnakin. Mér til undrunar var þetta reykskynjarinn sem vældi þarna eins og loftvarnarflauta. Ég náði að henda í hann handklæði og þá þagnaði hann. Ég stökk aftur inn í sturtuna en ekki leið á löngu áður en öskurapinn á ganginum byrjaði aftur. Aumingja Hilda rumskaði og muldraði (að hætti sinnar kynslóðar): What the f**k ! Aftur flaug handklæðið í hávaðasegginn og Hilda sveif beint aftur inn í draumalandið. Ég hinsvegar velti því fyrir mér hvernig ég eigi að haga brunaöryggismálum hér í íbúðinni án þess að þurfa að lenda í svona aftur. Það var ekki eins og það væri mikil gufa að koma út af baðherberginu ! Er amk fegin að enginn nágranni kom með exi og braut dyrnar niður til að bjarga okkur. Að mæta mér allsnakinni á ganginum hefði kostað ótal sálfræðitíma og gert húsfundi framtíðarinnar vandræðalega.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2007 | 02:27
Kynningar fyrir karlmenn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2007 | 00:17
Í vímu af bensínlykt og komin mynd á stofuna

Bloggar | Breytt 7.9.2007 kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2007 | 16:23
Auglýsi eftir kímnigáfu hjá þjóðkirkjunni
![]() |
Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2007 | 02:14
Góð helgi með góðum mat, góðum vinum, góðum kökum og góðri bíóferð


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2007 | 23:39
Skírlífisnærföt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2007 | 23:17
Flott hár en engar flísar

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2007 | 01:26
Að vera eða ekki vera...búin að fara með bílinn í skoðun
Bíllinn minn er með númeri sem endar á 7 en eins og alþjóð veit er það númer mánaðarins þegar bíllinn á að fara í skoðun. Glöggir lesendur munu fljótt átta sig á því að sjöundi mánuður ársins er liðinn og sá áttundi alveg að stinga okkur af. Ég er hinsvegar ekki búin að fara með bílinn í skoðun. Á hverju ári dreg ég lappirnar á eftir mér og fer ekki með bílinn fyrr en að einhver er búinn að hamra á því við mig að fara. Af hverju ? Jú, ég þjáist af "skoðunarkvíðaröskun". Ég stressast öll upp þegar ég mæti með bílinn í skoðun. Ég get aldrei verið á staðnum þegar skoðunin fer fram og þori varla að kíkja á bílinn þegar ég kem til baka af ótta við að sjá grænan endurskoðunarmiða á honum. Það hefur reyndar ekki gerst ennþá, ekki einu sinni þegar ég átti gamla Suzuki Swiftinn sem var svo sannarlega ekki besti bílinn í bænum. Ég er bara svona skrítin, af einhverri ástæðu finnst mér þetta óþægilegt ! En nú er að duga eða drepast ! Á morgun SKAL ég fara og fá skoðun á drossíuna. Best að fara þegar verulega bjart er svo þeir taki ekki eftir því að ljósið vantar í mælaborðið.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2007 | 00:53
Flís plís !


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)