15.6.2008 | 17:13
Leiðið hans pabba gert fallegt
Við fórum áðan út í kirkjugarð og plöntuðum sumarblómum á leiðið hans pabba. Við völdum fallegustu sumarblómin sem við fundum í Garðheimum og vorum búnar að biðja um að skorinn væri út lítill reitur fyrir blóm fyrir framan legsteininn. Kemur bara vel út, er það ekki ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.6.2008 | 01:03
Ég bjó til sushi!
Jæja, loksins tókst það ! Ég bjó til sushi í kvöldmatinn ! Smá örðugleikar fyrst en svo urðu rúllurnar bara allt í lagi. Þarf aðeins meiri æfingu en þetta er allt í áttina. Hér eru myndir af Hildu að njóta góðgætisins og af disknum mínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.6.2008 | 00:48
Mikið og margt og ýmislegt..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2008 | 22:49
Sandur í augunum !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2008 | 19:54
Góð helgi í góðu veðri
Steingrímur litli var hjá mér um helgina og við skruppum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á laugardaginn. Veðrið var alveg glimrandi og ekki of mikið af fólki á ferðinni. Steingrímur brunaði um allt og klifraði upp í leiktækin alveg óhræddur. Það var mjög gaman að sjá hversu duglegur hann er orðinn, hann gekk jafnt á grasi, möl og gúmmímottu. Svanhildur systir var þarna með bræðurna Óla og Steinar sem voru að venju í góðu stuði. Þeir léku sér kátir um allt, stungu meira að segja af inn í skóg einu sinni Litlir prakkarar, híhí. Strákarnir fengu svo ís til að kæla sig niður áður en heim var haldið. Sif og Huld vinkonur mínar áttu afmæli í gær, til lukku stelpur, rétt rúmlega tvítugar báðar Við Steingrímur kíktum á Sif í dag og hittum líka systurnar Örnu og Eyrúnu sem voru í góðum gír. Sérstaklega var gaman hjá Örnu að stríða systur sinni með því að vera fyrir þegar hún var að horfa á Stubbana. Við kvöddum svo familíuna sem er á leið til útlanda með ósk um góða skemmtun úti. Við Steingrímur slöppuðum síðan af í eftirmiðdaginn og sofnaði hann eins og steinn núna hálf átta. Top Gear bíður mín, jibbí Góð helgi að baki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.5.2008 | 00:05
Gleðifrétt
Í fyrradag fæddist Helgu vinkonu og Halldóri hennar lítill drengur, 16,5 merkur og 53 cm. TIL HAMINGJU MEÐ DRENGINN ELSKURNAR MÍNAR
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2008 | 00:02
Jarðskjálfti gefur gott fótanudd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2008 | 23:39
Gæs næs !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.5.2008 | 00:50
Búdapest var æði :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)