Bloggfćrslur mánađarins, júní 2009

Útilega í Fossatúni

Hoppađ og skoppađ á trampólíniÁ laugardaginn skellti ég mér í útilegu í Fossatún rétt viđ Hvanneyri, ásamt nokkrum vinkvensum og börnunum ţeirra.  Sonja vinkona kippti líka karlinum sínum međ Smile   Ég fór međ Sif og stelpunum hennar og fékk ađ gista í fína Gaman ađ pakka saman :)nýja tjaldvagninum ţeirra.  Gunna, Harpa, Sonja og Alla voru ţarna međ okkur.  Veđriđ var fínt og stemningin góđ.  Viđ Sif lentum ađeins í basli međ einnota grilliđ en ţađ var ekkert sem smá kveikilögur gat ekki lagađ.  Krakkarnir léku sér hćstánćgđ á leiksvćđinu, ţar var kastali og mörg lítil trampólín, einnig stórt minigolf svćđi.  Mikiđ var borđađ af grillmat, snakki og stöku bjór slátrađ í leiđinni.  Frábćr ferđ, ekki spurning ađ skella sér aftur sem fyrst.

Dásamleg ferđ um Norđurland

Hilda á ÓlafsfirđiFyrir rúmri viku skellti ég mér til Ólafsfjarđar međ Hildu, Svanhildi systur, Ragnari manninum hennar og sćtustu frćndum í heimi, ţeim Óla og Steinari.  Viđ gistum í gömlu Hilda og strákarnir í lystigarđinumhúsi rétt fyrir utan bćinn, sem stóđ í hlíđ fyrir ofan Ólafsfjarđarvatniđ.  Frábćrt útsýni, dásamlega fallegt á kvöldin ađ horfa út ađ ţorpinu ţegar sólin var ađ setjast, fjöllin spegluđust í vatninu og skýin loguđu í mismunandi litum.  Eigandi hússins er greinilega nokkuđ sérvitur, í ţví var dágott safn af gömlum ţvottavélum, eldavélum, hrađsuđukötlum, hrćrivélum og vogum.  Ţađ ađ safna gömlum heimilistćkjum er ansi sérstakt Á Siglufirđiáhugamál!  María vinkona býr á Ólafsfirđi og bauđ hún okkur í kaffi einn daginn, okkur til gleđi og ánćgju.  Strákunum fannst ekki leiđinlegt ađ hitta Björn son hennar sem er á sama aldri.  Viđ ferđuđumst um svćđiđ vítt og breitt.  Auđvitađ var fariđ inn á Akureyri, borđađur Brynjuís og fariđ í lystigarđinn.  Svo fórum viđ inn á Siglufjörđ og skođuđum Síldarminjasafniđ.  Ţađ var afar áhugavert, sjá Gamla kaupfélagiđ á Hofsósigömlu tćkin, fatnađinn og ađbúnađ verkafólksins.  Ţađ var ótrúlegt ađ sjá gamlar ljósmyndir ţar sem himinháar tunnustćđur ţöktu hverja bryggju!  Nćst var haldiđ á Hofsós og ţar skođuđum viđ Vesturfarasetriđ.  Ţađ var mjög áhugavert ađ sjá sögu fólksins, myndir af nýja lífinu í Ameríku og sjá gömul sendibréf.  Sama dag Í Hríseyjarkirkjufórum viđ til Dalvíkur og ţar fóru allir í sund nema viđ systur, sem rúntuđu um bćinn og borđuđum ís í stađinn :)  Síđasta daginn okkar fórum viđ til Árskógssands og sigldum ţađan út í Hrísey.  Ţar snćddum viđ á veitingahúsinu Brekku, töltum um ţorpiđ, skođuđum Kvöld á Ólafsfirđikirkjuna og hittum ógrynni af stelkum og jađrakönum í móunum fyrir ofan ţorpiđ.  Á heimleiđinni sáum viđ Hilda branduglu viđ Dalvík, gaman ađ sjá svona sjaldséđan fugl Smile Síđasta daginn, föstudag, var svo brunađ í bćinn.  Frábćr ferđ í alla stađi enda fallegt á Norđurlandi.


Um daginn í Grasagarđinum :)

Eftir ađ hafa hitt Dalai Lama um daginn skruppum viđ Steingrímur í Grasagarđinn og hittum Hildu, pabba hennar og brćđur.  Raggi var međ myndavélina sína fínu og smellti m.a. af nokkrum myndum af mér og Steingrími.  Ţađ var glimrandi veđur ţennan dag og dásamlegt ađ vera ţarna á röltinu.  Birti hér nokkrar af myndunum hans Ragga :)

Viđ á röltinuSnúlli

 

 

 

 

 

 

 

 

Ţungt hugsi :)Tölt yfir brúnna einn


Svalarćktin

Hér eru myndir af rabbabaranum og rhododendron plöntunni minni á svölunum.  Ţetta dafnar vel!

Rhododendron plantanRabbabarinn


Kanínustrákur í heimsókn

Ég er ađ passa kanínustrák fyrir fyrrum nágranna mína í Möđrufellinu.  Ég hleypti honum út úr búrinu og leyfđi honum ađ hitta Brad sem er talsvert minni og rýrari en ţessi flotti og feiti gaur.  Nema hvađ... mínir menn fóru bara ađ sýna hvorum öđrum ást af miklum krafti!  Greinilegt ađ kynferđi skiptir ekki máli ef mađur er kanína og til í tuskiđ!!  Hér eru nokkrar myndir af "vinunum".

Vinirnir rólegirThe game is on!

 

 

 

 

 

 

Rowr!Arrgh!


Hilda útskrifuđ úr grunnskóla!

Á mánudagskvöldiđ var útskriftarathöfn í Réttarholtsskóla.  Hilda mín tók viđ síđasta einkunnarblađinu úr grunnskóla og á ţví blađi var ekkert til ađ skammast sín fyrir. Yfir 9 í međaleinkunn ! Stefnan er svo tekin á MR í haust.  Hér er mynd af stoltinu mínu og Auđi Lóu vinkonu hennar međ umslögin sín.

Stoltir útskriftarnemendur


Mín viđ vinnu, enn og aftur

Hér eru myndir frá sýnatökuferđ 14. maí sl.  Njótiđ heil.  Ath. myndina af mér međ Esjuna í bakgrunni, hún er í móđu vegna ţess ađ ţađ var svo mikiđ svifryk ţennan dag.  Svifrykiđ fór yfir heilsuverndarmörk!  Ég er ađ taka sýni vegna vöktunar strandlengjunnar.

Á KjalarnesinuViđ Esjurćtur, rétt hjá Mógilsá

 

 

 

 

 

 

Í Grafarvoginum og svifryksesja í bakgrunniGaman í sýnatöku


Dalai Lama á Íslandi

Í dag rćttist einn af mínum draumum - ég fékk ađ hitta Dalai Lama !!  Ég er í hópi sjálfbođaliđa sem ađstođa viđ undirbúning ađ fyrirlestri hans í Laugardalshöll á morgun og í dag var okkur bođiđ ađ koma og hitta hann í smá stund á Hilton hótelinu.  Steingrímur litli er hjá mér um helgina og hann kom ţví međ.  Steingrími fannst biđin eftir Dalai Lama frekar leiđinleg en skrapp í gönguferđir međ Halldóri hennar Völu til ađ stytta sér stundir.  Hann var svo hrifinn af Halldóri ađ hann vildi frekar vera í hans fangi en hjá mér.  Svo sá ég Dalai Lama koma eftir ganginum og ţađ virkađi frekar óraunverulegt ađ sjá hann loks í eigin persónu.  Hann ţakkađi okkur fyrir ađstođina, minnti okkur á kćrleikann og gantađist viđ okkur líka Smile   Hann veitti okkur blessun og var myndađur međ hópnum.  Hann var greinilega mjög hrifinn af börnunum en ţau voru nokkur ţarna auk Steingríms.  Síđan kvaddi hann enda ţétt dagskrá framundan.  Hann var alveg eins og ég hafđi ímyndađ mér, skemmtilegur, hlýr og góđur.  Viđ fengum litla gjöf ađ lokum í ţakklćtisskyni fyrir sjálfbođastarfiđ, litla búddastyttu.  Viđ Steingrímur munum geyma okkar styttur vel til minningar um fund okkar viđ ţennan merka mann.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband