Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
27.2.2009 | 20:35
Ný viðbót við dýragarðinn
Jæja, þar kom að því. Það var að bætast í dýragarðinn minn. Enn og aftur. Það vill svo til að á netinu er síða sem heitir dyrahjalp.org. Þar er að finna upplýsingar um dýr sem vantar nýtt heimili og sjálfboðaliðar miðla málum til að gera það mögulegt. Þessa síðu heimsæki ég reglulega til að kvelja mig, því auðvitað langar mig í öll dýrin á síðunni. Ég hef samt náð að hemja mig... þar til núna. Loðhömstrum vantaði nýtt heimili og ég bauð mig fram...og á nú hvítan loðhamstur sem varð fyrir einelti frá bróður og er feginn að vera kominn í frið og ró. Hér með fylgir mynd af Loðmundi, eins og hann heitir núna Lofa að bæta ekki meiru við straaax...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2009 | 22:30
Sætustu frændur í heimi
Fyrir viku síðan fór ég með Svanhildi systur, Ragnari, strákunum þeirra og Möggu systur í Gerðuberg en þar var barnahátíð í gangi. Boðið var upp á andlitsmálun og drengirnir vildu endilega fá málningu svo foreldrarnir stilltu sér upp í biðröð. Aðeins tvær voru í að mála og fullt af fólki að troðast fram fyrir svo biðin tók meira en klukkustund!!!! En loks komust drengirnir að og hér birtast myndir af litlu ljóni og kóngulóarmanni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2009 | 22:24
Hilda tekur við viðurkenningu í Ráðhúsinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 21:37
Ingjaldur Narfi Pétursson 17.júlí 1922 - 10. febrúar 2009
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2009 | 01:16
Gamlar myndir :)
Ég var að láta skanna inn fyrir mig nokkrar gamlar myndir frá góðu gömlu æskudögunum. Slatti er kominn inn á Facebook, set smá sýnishorn hér. Já, þeir góðu gömlu dagar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2009 | 14:15
Hræðilegt mál
Ég hef fylgst með þessu máli undanfarið ár, þetta er alveg hreint skelfilegt hvað þessi kona gekk langt í afbrýðisemi sinni. Algert kraftaverk að móðirin lifði af. Moggamenn hafa hinsvegar ekki lesið fréttirnar af þessu vel, börnin voru ekki stungin heldur drepin með hamri. Ekki það að útkoman er sú sama en þetta er lélegur fréttaflutningur hjá þeim.
Ævilangt fangelsi fyrir að myrða tvö börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2009 | 14:43
Engla- og djöflabjórkvöld :)
Síðastliðinn föstudag var haldið engla- og djöflabjórkvöld í vinnunni. Fólk var hvatt til þess að mæta í búning eða með eitthvað sem gæfi til kynna í hvoru liðinu það væri. Ekki þarf að spyrja hvoru megin ég var... Þetta var mjög gaman, við útbjuggum líka stór spjöld sem fólk gat stungið hausnum í gat og látið taka mynd af sér sem annaðhvort engill eða djöfull. Ég fór á djammið á eftir, með rauða halann ennþá á mér en var reyndar búin að taka niður hornin Frábær skemmtun eins og sjá má á myndunum :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lið ÍR sigraði heildarstigakeppni félaga á Meistaramóti unglinga 15-22 ára innanhúss sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina og lauk í dag. ÍR hlaut alls 354 stig, FH varð í öðru sæti með 198 stig og Fjölnir í þriðja sæti með 124 stig. ÍR ingar sigruðu stigakeppnina í þremur aldursflokkum eða í meyja, drengja og ungkvennaflokki. Hildan mín var stigahæsta meyjan og fékk að taka við bikarnum Hún vann kúluvarpið og stangarstökkið. Til lukku Hilda mín! Hér er mynd af vinningsliði ÍR, Hilda er fjórða frá hægri í neðri röð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2009 | 20:41
Helginni að ljúka og lífið er ljúft
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)