Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Gullbarnið

Hilda Margrét keppti á Bikarkeppni 16 ára og yngri á Sauðarkróki á laugardaginn.  Að vanda stóð hún sig vel og hreppti gullið í hástökkinu !  Bætti sig líka um 3 cm LoL   ÍR stóð sig vel, var í öðru sæti á mótinu.  Nánari upplýsingar um árangur ÍR eru hér.  Það var þreytt en ánægð stúlka sem ég sótti við ÍR heimilið um kvöldið, en þau fóru s.s. fram og til baka frá Sauðárkróki sama dag.  Strembinn dagur! 

Halta hænan

HahaahUndanfarna daga hafa lappirnar verið óvenju stífar og ég haltrað um á sérstaklega aðlaðandi máta.  Bleeeh!  Sjóðandi heitt bað, íbúfen og nudd hefur ekki dugað til að laga þetta.  Er nú að hugsa um að saga fæturnar af rétt fyrir ofan ökklana og fá mér gervifætur frá Össuri.  Held svei mér þá að það væri betra!  Stefni á sund og þjálfun til að reyna að laga kroppinn.  Er að pæla í Pilates, ætti að henta mér.  Vona að þetta skáni sem fyrst, er alltaf að ganga utan í fólk og hluti því ég geng skakkt þegar ég haltra svona.  Er virkilega eðlilegt að þurfa 2 tilraunir til að hitta á klósettdyrnar?  Jæja, heitt bað bíður. 


Svanhildur systir 40 ára !!!

Svanhildur með SteinarHún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Svanhilduuuuuur, hún á afmæli í dag!  Já, hún systir mín hefur nú lifað í heil 40 ár.  36 af þeim hef ég fylgt henni og hefur það oft á tíðum verið gaman.  En reyndar líka stundum pirrandi og jafnvel óþolandi LoL   Eins og t.d. þegar hún át súkkulaði úr mínu jóladagatali.  Eða gabbaði mig fram í símann og þegar ég tók tólið var enginn þar.  Hún lærði fljótt að treysta ekki litlu systur og setti hár á hurðarhúninn til að vita hvort ég hefði laumast inn í herbergið hennar þegar hún var ekki heima. ´En jafnvel án slíkra hjálpartækja náði hún jafnan að greina hvort ég hefði litið á hennar eigur, eða kannski bara hugsað um þær.  Ógleymanlegar eru bíóferðirnar þar sem hlátur hennar tryggði okkur athygli annarra bíógesta og oft fylgdu hverjum góðum brandara 3 hláturöldur þar sem salurinn hélt áfram að hlæja með henni. Ahhh, minningarnar streyma að... Til hamingju gamla hræ, dettu í pæ eins og Magga systir segir svo oft í visku sinni !

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband