Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
28.12.2008 | 19:50
Hahahahhah, Frode Overli er bara sniiiilld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2008 | 03:26
Skemmtileg jólahátíð með smá ævintýrum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2008 | 05:06
Gleðileg jól !
Gleðileg jól allir bæði nær og fjær!
Allt er tilbúið fyrir jólin hér í Skipholtinu. Gjafirnar innpakkaðar, húsið hreint og allt skreytt bæði hátt og lágt. Ég lenti í smá stríði við seríuna fyrir jólatréð, var með nokkrar en allar voru ónýtar nema ein blá. Ég hafði því frekar kalt þema í jólatrjáaskreytingum í ár, notaði bara silfurlitu kúlurnar mínar á tréð, þær pössuðu best við bláu ljósin. Þegar ég fór með kassana undan skrautinu niður í geymslu fann ég einn kassa í viðbót með einni marglitri og einni grænni seríu. Hrmph. Þær seríur eru nú í gluggum okkar mæðgna og tréð enn blátt, nennti ekki að skipta. Við kanínan erum nú að fara í háttinn. Hafið það gott yfir jólin elskurnar :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2008 | 02:17
Ég fór í dýrabúð...
Ég skrapp í Dýraríkið í Miðhrauni í gær til að kaupa hey handa kanínunni. Eitt leiddi að öðru og alveg óvart keypti ég dvergfrosk. Miðað við allt sem ég mig langaði í þarna inni verður þetta að teljast vel sloppið..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.12.2008 | 01:50
Hernaðaraðgerð baðherbergi - á síðustu metrunum!! Grænt ljós á notkun :D
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.12.2008 | 00:48
Hættustig rautt á baðherberginu !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2008 | 00:02
Boston er frábær borg :)
Jæja, þá er maður komin aftur frá USA, heill á húfi en þreyttur. 5 tíma mismunur á klukkunni getur virkilega farið með mann. En ferðin var í einu orði sagt frábær. Við skemmtum okkur mjög vel og nutum þess að skoða fallega borg, borða góðan mat og þrátt fyrir hátt verðlag versluðum við líka. Á föstudeginum fórum við í skoðunarferð um borgina og var það frábær upplifun. Fyrst skoðuðum við Boston Common, elsta almenningsgarð í Bandaríkjunum. Þar var afar skemmtilegur skúlptúr sem heitir Make way for ducklings, eftir þekktri barnabók sem var skrifuð og gerist í Boston. Þetta eru styttur af andamömmu með ungana sína og krakkar mega klifra á þeim og setjast á þau. Svo var gengið um Beacon Hill, sem er fyrsta skipulagða íbúðahverfið í USA (Boston er með mikið af "fyrst í USA" hlutum). Þar er m.a. að finna barinn sem er fyrirmyndin af Cheers úr sjónvarpsþáttunum og við skoðuðum þann stað. Beacon Hill er afar dýrt hverfi sem kemur ekki á óvart, er mjög fallegt og skemmtilegt og húsin gömul og sjarmerandi. Svo skoðuðum við nýja State House og skúlptúr til minningar um fyrstu svörtu herdeildina. Síðan voru skoðaðir staðir sem tengdust frelsisstríði Bandaríkjanna, Old North Church, gamall kirkjugarður og fleira. Svo var farið yfir til Cambridge og við skoðuðum Harvard. Skemmtilegt að sjá þennan fræga stað með eigin augum. Við sáum styttuna af John Harvard, fyrsta manninum sem styrkti skólann og hann því nefndur eftir honum. Það á að boða lukku að snerta tánna á honum, svo ég fór auðvitað og gerði það. Næst var farið að Prudential Tower, hæstu byggingu Boston og skoðað hvernig gömlu byggingarnar við hliðina á speglast í sérstöku speglagluggunum í turninum. Við enduðum svo skoðunarferðina við höfnina, við Quincy Market. Þar fórum við Júlla og fengum okkur New England Clam Chowder í brauðbollu, mmmmmmmmm mjög gott ! Um kvöldið fórum við svo á veitingastað og borðuðum ekta Thanksgiving dinner, kalkúnn með the works. ÆÐISLEGA góður ! Við skoðuðum ekki bara Boston í þessari ferð, við skelltum okkur líka til Salem, bæjar sem frægur er fyrir nornaofsóknir sem áttu sér stað 1692, þegar 20 saklausar manneskjur voru líflátnar vegna ásakanna frá móðursjúkum unglingsstelpum. Bærinn var afar skemmtilegur, með gömlum húsum og fjöldanum öllum af nornabúðum og söfnum! Við fórum á Salem Witch Museum og fengum að heyra alla söguna um ofsóknirnar. Við skoðuðum síðan gamlan kirkjugarð og minnismerki um fórnarlömb nornaofsóknanna. Síðasta daginn fengum við frábært veður og röltum um borgina og versluðum smá. Ég fann búð sem heitir Tall girl, loksins föt með nógu langar ermar !! Við enduðum á að skoða New England Aquarium, afar skemmtileg upplifun. Heim var svo haldið á mánudagskvöldi, sælar en þreyttar. Mæli hiklaust með Boston, gullfalleg og skemmtileg borg. Hinsvegar fann maður rækilega fyrir hinu háa gengi dollarsins. Gos kostaði 300 kr íslenskar hálfur líter, og ís í formi með 2 kúlum um 8-900 kr ! Þessi ferð var samt þess virði að fara hana. Fer þarna aftur þegar ég er orðin rík og fræg :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)