Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hahahahahh :)

:D

Sætustu stökkmýs í heimi :)

Við Hilda skemmtum okkur á hverjum degi við að skoða svefnstellingar stökkmúsanna okkar, þeirra Jóns og Óskars.  Það eru hreint ótrúlegar uppstillingar sem þeir finna upp á og virðast alltaf hafa það jafn gott.  Gallinn er sá að oft er erfitt að ná myndum af þeim þar sem þeir eru varir um sig og minnsta hljóð vekur þá upp.  Við erum þó búnar að ná nokkrum myndum af þessum elskum og ætla ég að deila með ykkur hluta þeirra Smile

Jón liggur á Óskari, lappir Óskars stingast út!Sætar kúlur

 

 

 

 

 

 

Óskar ofan á JóniLitlu sætu krútt


Þakkir til Færeyja

Eins og svo oft áður sýna Færeyingar okkur stuðning þegar við lendum í vanda.  Nú hefur verið komið upp vef þar sem unnt er að þakka þeim fyrir.  Slóðina finnið þið hér.  Færeyingar rúla !

Takk_Faroe_Islands_501x101px


Á hausaveiðum með afkvæminu

Hausinn góðiÉg kom við í Náttúrustofu Kópavogs í dag til að sýna Hildu Margréti þurrkaða mannshöfuðið frá Ekvador sem þar er til sýnis.  Þetta er frekar sérstakt að sjá, hausinn heldur öllum hlutföllum en er orðinn pínkulítill !  Á höfðinu er svo virðulegt fjaðraskraut með bláum og hvítum fjöðrum.  Hildu fannst þetta frekar ógeðslegt en samt áhugavert.  Ég mæli með að fólk kíki á þetta, ekki oft sem maður fær tækifæri til að sjá svona fyrirbrigði.  Auk höfuðsins má sjá skildi af risaskjaldbökum frá Galapagos auk ýmissra muna frá frumbyggjum Ekvador.  Sýningunni lýkur 12. nóvember n.k.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband