Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
30.3.2007 | 23:51
Loksins karlmaður í húsinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2007 | 01:09
JAPAN BABY !!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2007 | 15:56
Stolt móðir fermingarbarns !
Jæja, þá er búið að ferma einkadótturina. Og ég var ekki lostin eldingu þó að ég færi upp að altarinu með henni. Eina áfallið var tyggjóklessan í messuskránni minni. Hilda leit út eins og engill og geislaði alveg af gleði eftir að athöfninni lauk. Veislan er eftir - hún er kl. 18. Svo nú er bara að bíða og slappa af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.3.2007 | 00:10
Risakettir og huguð kanína
Ég er nú flutt inn til Helenar systur með öll mín dýr og hafurtask. Helen á tvo akfeita dekurketti, þá Nóa og Runólf. Nói er stærsti köttur sem ég hef séð, bakið á honum er um 4 fermetrar og skv. nýjustu vigtun er hann 8 kg. Minn ástkæri Brad (kanínan) kæmist 3x fyrir inni í þeim skrokki. Runólfur er öllu minni en er myndarköttur með góða bumbu engu að síður. Vandamálið er bara það að ég á kanínu, stökkmýs og skjaldböku. Þessar dýrategundir eru ekki sérlega vel til þess fallnar að vera í góðu sambýli við ketti. Enda trompaðist kanínan úr hræðslu eitt fyrsta kvöldið hér og spólaði um öll gólf og stappaði niður fótunum, við það eitt að sjá Runólf tölta inn í stofuna. Dýrafansinn minn er því lokaður inni í baðherberginu á efri hæðinni til að koma í veg fyrir of náin samskipti. Kaní fær að koma niður á í stofuna á kvöldin og hoppar þá glöð um í sófanum áður en hún sest í gamla hægindastólinn hans pabba og kemur sér vel fyrir. Þessi stóll var áður uppáhaldið hans Runólfs en kanínan sýndi einstakt hugrekki, hoppaði upp á arminn á stólnum, hnusaði af Runólfi og hann hljóp skelfingu lostinn í burtu Kanínan hefur tvisvar rekið hann úr stólnum, en þeir félagar Nói og Runólfur hætta sér ekki nálægt stólnum þegar kanínan er þar. Hinsvegar sitja þeir á gólfinu og mæna á hana.... if eyes could kill.... Runólfur hefur annars tekið mig í sátt og mætir nú á hverjum morgni, malar eins og bílvél og sleikir mig í framan með sandpappírstungu. Nói er enn hógvær, kemur sér bara fyrir til fóta og kúrir þar. Það verður fjör að eyða hér næstu mánuðum í dýragarðinum (ykkur til upplýsingar er Nói guli kötturinn og Runólfur sá dökki. Kanína er auðþekkjanleg á löngu eyrunum).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2007 | 23:46
Íbúðarsöluævintýr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2007 | 23:24
Loksins komin í samband !!!
Eftir mikið sálarstríð og vesen er ég komin í samband við umheiminn aftur Fyrst þurfti Helen systir að segja upp Hive, svo þurfti að flytja símann til Símans, svo var loks hægt að flytja BTnet. Púff !! Loksins í dag virkaði netið og ég er himinsæl á ný
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2007 | 15:30
Er á lífi ! Flutt en netlaus með öllu :-(
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.3.2007 | 00:28
8 stunda geymslutörn lokið !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.3.2007 | 16:37
Vínkynning er málið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)