2.6.2009 | 00:31
Dalai Lama á Íslandi
Í dag rættist einn af mínum draumum - ég fékk að hitta Dalai Lama !! Ég er í hópi sjálfboðaliða sem aðstoða við undirbúning að fyrirlestri hans í Laugardalshöll á morgun og í dag var okkur boðið að koma og hitta hann í smá stund á Hilton hótelinu. Steingrímur litli er hjá mér um helgina og hann kom því með. Steingrími fannst biðin eftir Dalai Lama frekar leiðinleg en skrapp í gönguferðir með Halldóri hennar Völu til að stytta sér stundir. Hann var svo hrifinn af Halldóri að hann vildi frekar vera í hans fangi en hjá mér. Svo sá ég Dalai Lama koma eftir ganginum og það virkaði frekar óraunverulegt að sjá hann loks í eigin persónu. Hann þakkaði okkur fyrir aðstoðina, minnti okkur á kærleikann og gantaðist við okkur líka
Hann veitti okkur blessun og var myndaður með hópnum. Hann var greinilega mjög hrifinn af börnunum en þau voru nokkur þarna auk Steingríms. Síðan kvaddi hann enda þétt dagskrá framundan. Hann var alveg eins og ég hafði ímyndað mér, skemmtilegur, hlýr og góður. Við fengum litla gjöf að lokum í þakklætisskyni fyrir sjálfboðastarfið, litla búddastyttu. Við Steingrímur munum geyma okkar styttur vel til minningar um fund okkar við þennan merka mann.
Athugasemdir
En hvad thu ert heppin ad hafa hitt hann. Eg get vel imyndad mer ad thad hafi verid once in a lifetime reynsla.
Knus
Huld
Huld (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.