Sólarhringur á Egilsstöðum

Á miðvikudaginn flaug ég til Egilsstaða þar sem ég átti að flytja fyrirlestur um samræmdar sýnatökur í vatnsveitum á fagfundi Samorku á fimmtudag.  Cindy vinkona var svo indæl að leyfa mér að gista hjá sér og við brunuðum heim til hennar í "braggahverfið".  Húsin þar eru að hluta bárujárnsklædd og minntu Cindy þannig á stríðsárastílinn Smile  Cindy bjó til yndislega potpie í kvöldmatinn og svo keyptum við okkur tonn af nammi.  Við horfðum svo á sjónvarpið í rólegheitunum um leið og við hökkuðum í okkur góðgætið.  Tek það fram að við fórum reyndar í stuttan göngutúr fyrir kvöldmat með hundinn, svo við áttum alveg þessar kaloríur skilið.  Á fimmtudagsmorguninn fórum við í heimsókn á skrifstofu Heilbrigðiseftirlits Austurlands og spjölluðum við hana Helgu Hreinsdóttur framkvæmdastjóra yfir kaffibolla.  Svo sýni Cindy mér allan bæinn, við keyrðum svo út að Hróarstungu og Brúarási þar sem fjölskyldan hafði búið áður.  Þetta var ákaflega gaman.  Við gæddum okkur svo á meira pie áður en ég fór á fagfundinn og flutti fyrirlesturinn minn.  Hann lukkaðist bara mjög vel og ég var ánægð með umræðurnar líka.  Eftir það brunaði Cindy með mig á Reyðarfjörð en þangað hef ég aldrei komið fyrr.  Að sjálfsögðu koðaði ég álverið - þvílíkt skrímsli!!! Við keyptum okkur ís en svo var kominn tími til að fara til baka enda flugið mitt heim klukkan hálf átta.  Ég kvaddi Cindy með loforði um lengri heimsókn næst - þúsund þakkir fyrir skemmtilegan sólarhring Cindy dear Wink I'll be back !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband