Vetrarblóm við Kleifarvatn og margæsir á Álftanesi

Á hverju ári fer Steinka systir að Kleifarvatni til að skoða fyrsta vorboðann í plönturíkinu, vetrarblóminVetrarblóm við Kleifarvatn.  Undanfarin ár hef ég skelt mér með henni og í dag fórum við þangað með Steingrím og Freyju.  Við vorum ekki svikin, um alla kletta blómstruðuMargæsir á túni við Bessastaði vetrarblómin í vorhretinu.  Það fyllir mann alltaf af bjartsýni og gleði að sjá þessi bleiku blóm.  Tveir fýlar sátu uppi á syllu og rifust og skömmuðust yfir nærveru okkar þarna en við létum þá ekki trufla okkur og ljósmynduðum hverja blómaþúfuna á eftir Steinka fær koss frá Mattaannarri.  Fyrsti sumardagurinn var ansi kaldur svo við flúðum fljótlega inn í bílinn aftur.  Við ákváðum svo að skella okkur út á Álftanes í bakaleiðinni í von um að sjá nokkrar margæsir.  Þær reyndust verða aðeins fleiri en nokkrar.  Fyrst sáum við risahóp rétt við Bessastaði.  Síðan sáum við fleiri á sundi lengra úti á nesinu.  Loks keyrðum við hinumegin á nesið og sáum þar fjöldann allan af gæsum rétt við veginn!!  Við vorum ekkert smá ánægðar með þetta systur.  Ekki var verra að við sáum nokkra skarfa, lóm, duggendur, skúfendur, bjartmáf og fjöldann allan af grágæsum og æðarfuglum.  Ferðinni lauk í eldhúsi Steinku yfir kaffi og yndislegri súkkulaðiköku.  Frábær dagur í góðum félagsskap LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já,þetta var yndisleg ferð og vetrarblómin frábær vorboði. Kannski að við heimsækjum margæsirnar árlega líka.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.4.2009 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband