23.4.2009 | 22:56
Spilasumarbústaðarferð
Um síðustu helgi fór spilaklúbburinn saman í sumarbústað og það var 100% mæting :) Reyndar var 120% mæting, Aron hennar Bjargar og Bryndís Huld hennar Maríu voru með Ekki þótti mér það verra. Við spiluðum og spiluðuml, knúsuðum börn, slökuðum á í pottinum og BORÐUÐUM!! Já, það voru margar kaloríur innbyrtar þessa helgi! Aðalveislan var á laugardagskvöldið, þá elduðum við lambalæri með the works. Silla bjó til dásamlega piparsósu og svo var tonn af meðlæti til að hafa með kjötinu sem að sjálfsögðu var algert æði. Það er gaman að fara í bústað með góðum kokkum. Litlu krílin voru bara ljúf og góð, tók nokkrar mínútur að venjast þessum skrítnu kerlum en svo voru þau bara með í fjörinu. Hér eru nokkrar myndir frá góðri helgi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.