12.4.2009 | 22:55
Tvöfalt fertugsafmæli :)
Á skírdag varð hún Magnea vinkona fertug. Haraldur maðurinn hennar náði þeim áfanga í marsbyrjun og þau
ákváðu að fagna saman = áttræðisafmæli
Það þarf vart að taka fram að veitingarnar í veislunni voru æðislegar og gestirnir afar ánægðir. Afmælisbörnin voru í góðu stuði og fengu margt góðra gjafa. Það var fullt af krílum að knúsa þarna fyrripartinn líka. Æðislegt. Um kvöldið var
svo fullorðinspartí með fullt af eldvatni og fjöri. Ég óska þeim hjónum enn og aftur til hamingju og þakka kærlega fyrir góða veislu. Hlakka til tvöfalda fimmtugsafmælisins
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.