Og enn ein skemmtileg helgi er að baki

HafravatnEkki það að ég geri ekkert skemmtilegt á virkum dögum.  Þvert á móti.  En maður getur bara pakkað svo mörgu skemmtilegu á helgarnar.  Á laugardaginn fórum við Steinka á hundasýningu í Garðheimum.  Þar voru allar mögulegar tegundir af stórum hundum, svo mætti fjöldi eiganda með hundana sína svo þetta var eins og að fletta myndabók um hundategundir að rölta þarna um.  100 kgVindbarin Steinka Sankti Bernharðshundur vakti mikla athygli, þvílík stærð á loppum og haus!!!  Tveir Stóru Danar náðu að heilla mig og vinalegir Leonberger hundar líka.  Allt fullt af ómótstæðilegum voffum Smile   Steinka kom inn með Freyju en hún varð svo hrædd að hún dró Steinku hreinlega með sig aftur út í bíl.  Svo brugðum við okkur í bíltúr, fórum og skoðuðum  brimið við Hafið bláa og fengum okkur svo kaffi í Rauða húsinu á Eyrarbakka.  Þá fór nú veðrið heldur betur að versna og þegar við fórum yfir Freyja sperrt að skoða ísinn á Hafravatniheiðina var kominn slyddubylur og ekkert skyggni.  Við náðum samt heim heilar a húfi og fengum okkur kaffi til að róa taugarnar Cool   Á sunnudaginn brugðum við okkur svo upp að Hafravatni.  Þar röltum við framhjá gamalli rétt og upp á skógivaxna hæð með góðu útsýni yfir vatnið.  Freyja var að vanda fyrst upp og gat ekki skilið hvað við vorum lengi á leiðinni LoL   Vatnið er mjög fallegt og umhverfið skemmtilegt, þarf endilega að kíkja þarna aftur í sumar.  Við skoðuðum líka íshrönglið við vatnsbakkann og lásum skemmtilega sögu á skilti um nykurinn sem bjó í vatninu en fór eftir undirgöngum yfir í Reykjavíkurtjörn.  Svo skelltum við okkur á Amokka með Möggu systur, átum köku og ræddum um landsins gagn og nauðsynjar.  Já, stundum er bara gaman að vera til Joyful

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband