Frábćr helgi ađ baki

Ţórufoss í Laxá í KjósHelgin var frábćr.  Eftir ađ hafa eytt vikunni í veikindi var hún einmitt ţađ sem ég ţurfti til ađ hressa mig.  Cindy og Villi vinir mínir komu í bćinn frá Egilsstöđum og viđ fórum saman í bíó, út ađ borđa og á pöbbinn. Viđurkenni ađ viđ entumst ekki lengi úti á lífinu en ţetta var nokkuđ gott miđađ viđ aldur og fyrri störf Wink   Bara gaman hjá okkur og nú er bara ađ skella sér í helgarferđ á Egilsstađi og kanna hiđ villta nćturlíf ţar.  Ég brá mér svo í bíltúr međ mömmu, Steinku og Möggu á laugardaginn.  Viđ keyrđum inn í Kjós, fram hjá Međalfellsvatni eftir Kjósarskarđsveginum.  Viđ stoppuđum og skođuđum Ţórufoss sem er í Laxá, afar fallegur í klakaböndum.  Svo stoppuđum viđ hjá rósarćktanda í Mosfellsdalnum og keyptum okkur fallegar rósir.  Hann var svo indćll ađ gefa okkur fjóra vendi af útsprungnum rósum í kaupbćti svo ađ nú er stofan mín full af rósum.  Dásamlegt LoL .  Á sunnudeginum skelltum viđ Steinka okkur á kaffihús og svo á rósasýningu í Garđheimum.  Ţar var einnig brúđkaupssýning í gangi og bođiđ upp á prufur af allskyns góđgćti.  Ekki var ţađ nú verra.  Helgin var s.s. fín til ađ hlađa batteríin vel og rćkilega. 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband