26.1.2009 | 23:58
Orðin árinu eldri
Á laugardaginn skall á mig eitt árið í viðbót. Ég byrjaði daginn vel, fór í göngutúr með Steinku systur og Hildu úti á Kársnesi. Næst á dagskrá var Kringluferð þar sem Svanhildur systir fann handa mér náttbuxur í afmælisgjöf. Svo klukkan sex fór ég út að borða með Hildu, mömmu, Steinku, Júllu og Svanhildi og fjölskyldu. Potturinn og pannan urðu fyrir valinu og maturinn var bara verulega góður. Litlu strákarnir skemmtu sér við að skríða undir borð og tók Steinar litli upp á því að stinga hendinni upp á milli borðanna við mikla gleði viðstaddra. Var verulega fyndið að sjá litlu hendina vinka manni, var eins og hún kæmi beint upp úr borðplötunni
Þegar við Júlla keyrðum heim frá veitingastaðnum, saddar og sælar, gerðist óvæntur atburður. Rétt áður en kom að húsinu mínu heyrðist hátt KRONSJ ! hljóð í bílnum og gúmmíbrennslulykt gaus upp. Svo heyrðist dunka-dunka-dunka hljóð frá vinstra framhjólinu. Frábært. Ég ákvað að láta sjálfsmorðstilraun bílsins ekki eyðileggja góða skapið og fór í 30 ára afmæli Ólafar vinkonu. Það var frábær veisla, drykkir með þurrís, dásamlegar veitingar og skemmtilegur félagsskapur. Við skelltum okkur svo í bæinn og máluðum hann rauðann fram á nótt (hehe vorum ekki að mótmæla). Sunnudagurinn var annar í afmæli. Þá komu vinkvensur í kaffi og komu berandi gjafir. Það var skemmtilegt að spjalla og borða. Um kvöldið komu systurnar svo og við spiluðum Scrabble. Þegar ég fór í rúmið um kvöldið var ég afar sæl með góða afmælishelgi
Athugasemdir
TIL HAMINGJU MED AFMAELID - YEAH Elias verdur einmitt 39 a midvikudaginn. Hann helt upp a thad med brodur sinum og vini um helgina i Charlotte og vid aetlum svo ad hafa "party" vid fjolskyldan handa honum a midvikudaginn.
Kvedja,
Huld
Huld (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 00:45
Til hamingju með afmælið spilamær! Og takk fyrir afskaplega góða skyrtertu og mjög svo skemmtilegt spilerí!!
Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 27.1.2009 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.