21.1.2009 | 01:31
Vér mótmćlum allir!!
Ég fór niđur á Austurvöll í kvöld og tók ţátt í mótmćlunum. Stöđugur trommusláttur og köllin: Vanhćf ríkisstjórn! yljuđu mér um hjartarćturnar (báliđ yljađi mér líka vel). Mér ţótti leitt ađ sjá eggin, sóđaskapinn og rúđubrotin í gamla Alţingishúsinu, get aldrei tekiđ undir skemmdarverk. En samstađan sem ţarna var, skilabođin sem hömruđ voru aftur og aftur - svona eiga mótmćli ađ vera! Ţarna var fólk á öllum aldri og ţjóđfélagsstigum, frćgir, ungir, ćstir og gamlir. Geir og co. eru í svipađri stöđu og föruneyti hringsins var í myrkviđum Moriu. Fastir á dimmum stađ og trommusláttur berst úr djúpinu. Bomm bomm bommm kćra ríkisstjórn!
Athugasemdir
Já tek undir ţetta, bommbommbomm!!
Myndin er alveg frábćr, međ bćđi fánann og báliđ í baksýn. Og svo er ţú svo sćt á henni
Helga Guđrún og Halldór Pálmar, 21.1.2009 kl. 22:42
besta mál ađ mótmćla, en helv eru nokkrir orđnir ćstir og skemma međ ţví fyrir okkur hinum.
Rebbý, 22.1.2009 kl. 22:56
Til hamingju med dotturina og vid Islendingar erlendis motmaelum med ykkur i huga i hjarta. :)
knus
Huld
Huld (IP-tala skráđ) 23.1.2009 kl. 00:25
Já, og nú er hún fallin. Ţá ríđur á ađ reka smiđshöggiđ á bođskapinn og reka alla gömlu flokkana frá. Viđ ţurfum Nýtt lýđveldi.
Steingerđur Steinarsdóttir, 26.1.2009 kl. 19:57
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.