4.1.2009 | 23:11
Áramótin 2008-9
Á gamlárskvöld var fjölskylduboð hjá Steinku eins og öll undanfarin ár. Þetta var fyrsta árið sem við fögnum nýja árinu í nýja húsinu hennar í Hljóðalindinni í Kópavogi. Steinka eldaði dásamlega góðan kalkún eins og alltaf og allir komu með eitthvað meðlæti. Ég kom með ofnbakaðar sætar kartöflur í rjóma, mmmmm. Svo komu allir líka með ís fyrir eftirréttahlaðborðið sem á hverju ári er tilhlökkunarefni fyrir alla fjölskylduna. Mmmmmmm! Þetta var hugguleg kvöldstund og við slöppuðum af, horfðum á fréttaannálinn og svo skaupið sem skemmti okkur vel. Um miðnættið fóru þeir feðgar Steinar Örn og Aron út að skjóta upp flugeldum og við hin fórum flest út til að horfa á. Steinar litli fór út með okkur en Óli sat inni í eldhúsi í ömmu fangi, klæddur í útiföt, með hlífðargleraugu og með eyrnatappa. Hann er ekkert sérlega hrifinn af flugeldunum og spurði stöðugt hvenær þetta myndi hætta
Ekki get ég beint sagt að dregið hafi úr magninu sem sprengt var á miðnætti en ég fann fyrir því að færri flugeldum var skotið upp fyrir og eftir miðnætti en undanfarin ár. Sömu sögu er að segja um dagana fyrir og eftir áramótin, mun minna er um flugelda en undanfarin ár. Eitthvað hefur kreppan dregið úr sprengigleðinni. Hér með þessari færslu eru nokkrar myndir frá kvöldinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.