26.11.2008 | 01:34
Eldur á mínu gamla heimili!
Mér brá ansi mikið að sjá tilkynningu um eld í Möðrufelli 5, mínu gamla heimili. Er glöð að enginn slasaðist af mínum gömlu nágrönnum og vona bara að reykurinn hafi ekki skemmt eigur þeirra. Blessaða gamla þvottavélin, spurning hvort hún gafst upp að lokum eða hvort kveikt hafi verið í. Vona frekar að það sé vélin sem er orsökin, hitt er of óhuggulegt. Þvottahúsið er læst og bara íbúar hafa lykla! Gott að allt fór vel.
Eldur í Möðrufelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta var ekki þvottavélin, enda endurnýjuð í fyrra þegar við máluðum og skiptum um teppi. Það var kastað sprengju inn um þvottahúsgluggann! Allir eru ómeiddir og nýju slökkvitækin komu sér vel :) En miklar skemmdir í anddyri og báðum þvottahúsunum.
Gamall nágranni :)
Soley Gudmundsdottir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 02:36
Úff hvað fólk getur verið geðveikt ! Guði sé lof að þið voruð með allar græjur á staðnum. Vona að tryggingar borgi skaðann!
Svava S. Steinars, 26.11.2008 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.