22.11.2008 | 01:04
Magga systir heiðruð af Stígamótum
Í dag stóðu Stígamót fyrir Evrópumálstofu um kynbundið ofbeldi. Í lok málstofunnar var fimm konum veitt jafnréttisviðurkenning fyrir störf í þágu samtakanna, fyrir kvenréttindabaráttu og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Systir mín, Margrét Steinarsdóttir, var ein þeirra sem hlaut viðurkenningu. Hafi einhver verið vel að þeim verðlaunum komin er það einmitt hún. Hún hefur barist gegn ofbeldi gagnvart konum og börnum, gegn mansali og vændi, stutt jafnréttisbaráttu kynjanna og í alla staði unnið að því að bæta stöðu og ímynd kvenna í samfélaginu. Óeigingjarnari og sanngjarnari manneskju er vart hægt að finna. Það var því gleðistund að sjá hana taka við þessari viðurkenningu, finna stoltið vella í brjóstinu og finna fyrir þakklæti fyrir að vera svo heppin að vera skyld henni og því fengið að þekkja svona vel. Til hamingju elsku Magga mín ! Þó hinar konurnar fjórar sem fengu viðurkenningu hafi sannarlega átt það skilið fannst mér Magga auðvitað standa upp úr (sem hún reyndar gerir oftast ).
Tengill á frétt um jafnréttisviðurkenninguna á Mbl.is
Athugasemdir
Til hamingju med systur thina. :) Eg skil vel ad thu skulir vera stolt af henni enda thurfum vid slikar konur til ad stydja vid bakid a konum og bornum sem lenda i slikum adstaedum.
knus
Huld
Huld (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.