2.11.2008 | 19:30
Á hausaveiðum með afkvæminu
Ég kom við í Náttúrustofu Kópavogs í dag til að sýna Hildu Margréti þurrkaða mannshöfuðið frá Ekvador sem þar er til sýnis. Þetta er frekar sérstakt að sjá, hausinn heldur öllum hlutföllum en er orðinn pínkulítill ! Á höfðinu er svo virðulegt fjaðraskraut með bláum og hvítum fjöðrum. Hildu fannst þetta frekar ógeðslegt en samt áhugavert. Ég mæli með að fólk kíki á þetta, ekki oft sem maður fær tækifæri til að sjá svona fyrirbrigði. Auk höfuðsins má sjá skildi af risaskjaldbökum frá Galapagos auk ýmissra muna frá frumbyggjum Ekvador. Sýningunni lýkur 12. nóvember n.k.
Athugasemdir
Ég er búin að sjá þennan haus og hann minnti mig einhverra hluta vegna á Helen systur okkar. Sennilega vegna þess hversu lítill hann er.
margret steinarsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 15:01
Lítill skorpinn haus = Helen
Svava S. Steinars, 3.11.2008 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.