Áframhaldandi umfjöllun um málið

Í dag birti Fréttablaðið viðtal við formann Þroskahjálpar, á síðu 8.  Gott að umræðan helst lifandi.  Frænka snáðans varð hinsvegar ekki kát þegar hún heyrði þegar einhver kona hringdi í Bylgjuna og hélt því fram að það væri lýgi að hann hefði verið skilinn eftir einn.  Það er aðeins eitt svar við því: starfsfólk Styrktarfélagsins og leikskólans geta vitnað um að það er satt.  Umfjöllun um málið virðist hafa skilað sér - drengsi situr nú aftur í en ekki í framsætinu og spjallað er við hann þegar hann er sóttur.  Ég fékk svar frá umboðsmanni barna sem benti á eina leið í viðbót til að benda á vandamál í kerfinu, svæðisráð í málefnum fatlaðra á Reykjanesi, sem sér um Mosfellsbæ m.a.  Ég fékk einnig það svar að embættið fjallaði ekki um einstaklingsmál og embættið fjallaði því ekki frekar um það en það vissi ég og var aðeins að nota sögu Steingríms til að benda á ákveðinn vanda þessa hóps barna.  Ætla að svara aftur og hnykkja aðeins á þessu.  Sveitarfélagið er í viðræðum við foreldrana og varanleg lausn er í sjónmáli.  Mikið verð ég glöð þegar fjölskylda og aðrir aðstandendur geta andað léttar og vandamálið leyst Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

frábært svava mín!!!! Leiðinlegt að málið varð að ganga svona langt áður en ábyrgir aðilar fengu að finna fyrir hnefa reiði þinnar, en gott að það eru úrbætur!!! :)

Björg (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 04:20

2 identicon

Frábært, gott að heyra að hlutirnir eru að lagast.

Ég heyrði líka í þessari konu á Bylgjunni, og var ekki ánægð en að venju þá þagði maður

Védís (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband