Góð helgi að baki

Frændur á veiðaVið Steingrímur áttum góða og afslappandi helgi saman.  Sko veiddi einn!Fórum í nokkrar heimsóknir milli þess sem við höfðum það gott heima.  Við brugðum okkur meðal annars í Mávahlíðina og afhentum þeim bræðrum Óla og Steinari spil sem var síðbúin afmælisgjöf frá mér.  Spilinu var afar vel tekið af ungu mönnunum.  Spilið sem um ræðir heitir Aquarium og gengur út á að veiða fiska og ýmsa aðra gripi upp úr pappafiskabúri.  Veiðistangirnar hafa segul á endanum og járnhringur er í hverjum fisk/hlut í búrinu.  Bræðrunum fannst mjög gaman að veiða og frænka var auðvitað glöð að hafa náð að slá í Chillað í sófanum hjá mömmu minniSætur :)gegn með gjöfinni.  Ég valdi þetta spil vegna góðra æskuminninga um samskonar spil sem við Svanhildur áttum.  Man alltaf hvað svekkt ég var ef ég veiddi stígvélið sem veitti fæst stigin Smile   Það er svo fyndið að maður fer gjarnan í þann pakka að kaupa handa krökkum annaðhvort það sem mann langaði í en aldrei fékk í æsku, eða eitthvað sem maður elskaði.  Gaf t.d. Hildu litlar tunnur sem hægt var að stafla upp bara af því að ég hafði ágirnst slíkar tunnur hjá frænda mínum sem lítið barn.  Steingrímur var annars hinn ánægðasti að dunda sér við nýjasta áhugamálið, að hnoðast á húsgögnunum.  Lagðist á alla stóla, fór upp og niður úr sófum og rúllaði sér á alla kanta.  Margar góðar myndir á síðunni hans :D  En nú tekur við vinnuvikan, Cindy vinkona kemur svo í heimsókn næstu helgi og þá verður gaman Smile   Nite nite !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ó þetta eru svo fallegir drengir.

Steingerður Steinarsdóttir, 30.9.2008 kl. 16:32

2 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Hæ Svava,  hvernig væri að ég hringdi í þig við tækifæri.  Kær kveðja frá Selfossi.  Inga og Valgeir.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 30.9.2008 kl. 17:14

3 identicon

Mig langaði alltaf í svona spil þegar ég var lítil. Ótrúlegt en satt.

 Klóa Antispilisti

Kristín Lóa Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband