Ömurleg þjónusta við fötluð börn - framhald !

Ótrúlegt en satt!!! Litli snúður dvelur nú í Rjóðrinu og þarf akstur til og frá leikskólanum.  Hann er með vistun til 4 en enginn kom að sækja hann!!!!!!  Loks varð leikskólinn að hringja í foreldrana og kom mamma hans á sama tíma og bíllinn., klukkan langt gengin fimm!  Þegar hún fór að tala við bílstjórann og kvarta undan þjónustunni brást hann hinn versti við og sagði: hva, manni getur nú seinkað.  Hann sagði ennfremur að ræða ætti málið við yfirmann hans þar sem að hann hefði vitað þegar um morguninn að aldrei yrði hægt að ná í drenginn á réttum tíma !!!!  Þegar barn er bara með vistun til 4 VERÐUR að sækja það þá !!!  Þetta fyrirtæki er ekki í lagi ! Hvað ef hann hefði átt vistun til fimm þegar leikskólinn lokar ?  Átti starfsfólkið þá að hengja hann á húninn þegar þau færu heim???  Ég er að semja póst til félagsmálaráðherra og bæjarstjóra Mosfellsbæjar.  HINGAÐ og EKKI LENGRA!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Þetta er ótrúlegt... og þó því miður ekki, þetta rímar alveg við svo margt annað sem snýr að félagslegri þjónustu. Hér er greinilega einhver sem fær of öruggar greiðslur fyrir verkið. Eins og við þekkjum Svava eru peningar því miður öflugasti drifkrafturinn, t.d. er ekki víst að Dominos væru með svona góða heimsendingaþjónustu ef þeir fengju alltaf greitt sama hve slæma þjónustu þeir veittu eins og þessir aðilar virðast gera. Á ekki að vera eitthvert eftirlitskerfi með gæðum þessarar þjónustu? Eða er það kannski jafn vel starfrækt og svo margt annað sem snýr að velferðarmálum í þessu þjóðfélagi.
Gott hjá þér að vekja máls á þessu, ég veit þú hættir ekki fyrr en einhver bót hefur fengist á þessu.

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 21.9.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband