16.9.2008 | 23:22
Fá pizzur í heimsendingu betri þjónustu en fötluð börn í ferðaþjónustu ?
Ég er stuðningsmóðir fjögurra ára gamals fjölfatlaðs drengs. Foreldrar hans hafa nýtt sér ferðaþjónustu fatlaðra sem þeirra sveitarfélag bíður upp á. Þeim er nauðsynlegt að geta nýtt þessa þjónustu til að geta sótt vinnu á réttum tíma og til að koma barninu milli leikskóla og skammtímavistunar. Skemmst er frá því að segja að þjónustan hefur ítrekað brugðist á alvarlegan hátt, jafnvel svo að barnið hefur verið sett í hættu. Barnið er alltaf sett í framsæti þó svo ekki sé mælt með að hafa börn á þeim stað. Sú skýring er gefin hjá akstursþjónustunni að fullorðnir einstaklingar sem fluttir séu á sama tíma og hann séu svo hættulegir að ekki sé hægt að hafa barnið þar. Sagt er að ómögulegt sé að hægt sé að sækja hann í öðrum bíl. Er það í lagi að hafa barn í sama bíl og hættulegir einstaklingar ??? Ítrekað hefur það gerst að bílstjórar hafa farið með barnið á vitlausan stað þar sem þeir fundu ekki leikskólann, í stað þess að leita betur var farið með hann í Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Þegar starfsfólk þar spurði um hvaða barn þetta væri vissu bílstjórarnir ekki nafnið höfðu ekki nennt að líta á listann. Tvisvar var hann skilinn eftir hjá Styrktarfélaginu, í eitt skiptið aleinn í andyrinu. Hann er 4 ára, ófær um að tjá sig og er þroskahamlaður og var hent inn á gólf eins og hverju öðru drasli !! Hann getur hinsvegar gengið og hefði hæglega getað farið út um sjálfvirkar dyrnar og út í vetrarkuldann fyrir utan. Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Fyrir tilviljun fann starfsmaður hann á gólfinu áður en það gerðist. Oft er hann bara settur einhversstaðar inn á leikskólann án þess að tala við starfsfólk sem kannski finnur hann bara á ganginum. Bara farið með hann inn undir hendinni og honum hent inn á gólf !!! Loks hefur borið á því að hann sé látinn sitja í bílnum í allt að einn og hálfan tíma áður en honum er skilað á leikskólann. Þá er morgunmatur búinn og barnið mætir svangt og fær engan mat. Engar skýringar hafa fengist á þessum undarlegu töfum á því að skila barninu á réttan stað. Stundum gleymist að sækja hann og oft er komið of seint. Foreldrarnir hafa bara fengið skæting eða loðin svör ef þau krefjast úrbóta eða að svarað sé fyrir að varnarlausa barnið þeirra sé skilið eftir eitt á röngum stað. Sveitarfélagið hefur lofað að ganga í málið en úrbæturnar hafa látið á sér standa. Ég hef spurst fyrir á leikskólanum og á Rjóðrinu, dvalarheimili fyrir langveik börn og komist að því að þetta er ekkert einsdæmi. Fleiri börn lenda í langri bið í bílnum, eru ekki sótt á réttum tíma og er farið með þau eins og pakka í pósti. Ef maður pantar pizzu er hún send til þín eins fljótt og auðið er, í umbúðum sem vernda hana og halda henni heitri og starfsmaður færir þér hana beint í hendurnar - á því heimilisfangi sem þú baðst um að fá hana senda á. Fötluð börn eru ekki eins mikilvæg, þau geta setið á óöruggum stað í bílnum, beðið þar endalaust meðan bílstjórinn rúntar um borgina og svo skiptir engu máli hvar þau eru skilin eftir. Bara nafnlaus pakki sem til allrar lukku getur ekki talað og kvartað yfir meðferðinni. Ætti kannski að ráða Dominos í að aka barninu ? Taka ber fram að ferðaþjónustan er mismunandi eftir sveitarfélögum - sumstaðar er veitt góð þjónusta. Því miður býr litla músin mín á svæði sem ekki virðist geta tryggt honum sómasamlega þjónustu og það gerir mig reiða og svekkta. Hann og fjölskyldan eiga aðeins skilið það besta. Við erum að berjast áfram í þessu máli og lofa ég því að láta ekki linna fyrr en drengsi fær akstur sem hentar honum og hans þörfum. Það er víða pottur brotinn á Íslandi í dag !!!
Athugasemdir
Vá, þetta er rosalegt! Alveg til skammar!!!
Sakna ykkar Steinku.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.9.2008 kl. 09:03
Á fatlað barn sjálf en bý erlendis og því meira sem ég les um aðstæður fatlaðra á íslandi í dag því vissari er ég í minni sök að ég hafi ekkert til Íslands að gera. Dapur lesning.
Egga-la (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 10:56
Þetta er hrikalegur lestur! Ég mundi tala við lögmann bæjarfélagsins og spyrja hvort þetta samræmist stefnu þess bæjarfélags sem þau búa í!
Hrönn Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 11:14
Ég hef bara aldrei heyrt annað eins! Þvílík og önnur eins fárán! Þetta er vægast sagt gáleysisleg hegðun gagnvart einstaklingum sem þurfa einmitt meiri vernd og aðstoð en hinn almenni borgari. Ég fékk velgju við að lesa að honum sé bara hent inn og enginn látinn vita! Hvað er eiginlega að þessu fólki?!
Björg (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 05:35
Það er skömm að þessu
Marta B Helgadóttir, 18.9.2008 kl. 22:58
heyrir svona meðferð á börnum ekki undir barnavernd?
Ég held að ég mundi ekki nota þessa þjónustu ef ég ætti þetta barn, mér finnst þetta afar undarleg framkoma og ekki traustsins verðir þeir sem eiga að koma barninu a milli staða.
Guðrún Jóhannesdóttir, 19.9.2008 kl. 11:02
Já, enda er móðir drengsins í örvæntingu að íhuga að hætta að vinna frekar en að láta hann fara áfram í aksturinn. Ekki forsvaranlegt að fólk sé neytt út af vinnumarkaði vegna þess að þjónustan sem á að vera við fjölskylduna er að bregðast !!
Svava S. Steinars, 19.9.2008 kl. 11:15
Takk fyrir að vekja athygli á þessu....bara hryllilegt að lesa um þetta og reyna að ímynda sér að það sé svona óhæft fólk í þessum störfum. Bæði þeir sem eiga að sjá um skipulagningu og eftirfylgnina og svo bílstjórar sem leyfa sér svona framkomu við minnimáttar. Einhverstaðar er einhver sem á að vera abyrg/ábyrgur fyrir þessu.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.9.2008 kl. 11:19
úff en ömurlegt að lesa þetta
Brynja skordal, 19.9.2008 kl. 13:31
Þetta er rosalegt að heyra þetta,Ella min var einnig sett i bil með eldra folki og var eg ekki anægð með það og fl sambandi við þessa þjonustu var eg ekki anægð með,eg ætla mer um leið og eg er buin að safna orku að berjast fyrir rett okkar foreldra og barna,þetta er eins og svo margt her a landi svo ogeðslega ómannuðlegt að mig hryllir við þessari vanvirðingu og grimmd!!kær kv Ragna
Ragna (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 14:22
Þetta er einfaldlega reyginheyksli, þá á auðvitað að byrja á því að reka bílstjórann sem afhendir barnið ekki ábyrgri manneskju. Ég veit einfaldlega ekki hvað ég mundi gera ef þetta kæmi fyrir mig og mitt barn. Spurning um hvort ekki þurfi að bjóða aksturinn út til einkaaðila. Hér í danmörku veit ég að fyrirtækið sem sér um sjúkrabílana sinnir þessum akstri, það eru bráðaliðar sem keyra bílinn og þurfa að fara í skóla til að mega það.
Gangi ykkur vel í baráttunni.
Katala (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 20:38
Þetta er alveg hræðilegt. Aumingja litli strákurinn.
Ég vona svo innilega, eða einhvað verði gert, og mér finnst líka að bílstjórnar sem skilja barnið eftri eitt á ganginum, ætti að reka,,, Ef þeir eru svo ómannelgir að þeir getir ekki farið inn með barnið og tilkynnt að það sem komið, ætti að vera STÓRT merki um að einvhað sé ekki í lagi hjá heim............
Baráttu kveðjur, og leyfðu okkur að fylgjast með gang mála........
Öll börn, og sértaklega börn me sér þarfi, ættu aldrey að líða svona.......
Elín (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 11:49
Þetta er algjör skömm!!!!! Að bjóða barninu upp á þetta og foreldrunum. Þetta á ekki að líðast. Það er farið með á hann eins og hvern annan pakka sem kemst ekki til skila! Þó ljótt sé að segja það, eins og þú nefnir Svava, þá myndirður örugglega fá betri þjónstu hjá Dominos! Ég held að Mosfellsbær ætti að hysja upp um sig brækurnar og skoða betur þetta fyrirtæki sem það er að kaupa þjónustuna frá. Það er töluvert annað að aka með fólk á milli staða, hvað þá fatlaða einstaklinga en bara einhverja vöru. Þessir aðilar þurfa greinilega að fá fræðslu og kennslu í mannlegum samskiptum. Gangi þér vel, Svava og haltu áfram að láta frá þér heyra. Kær kveðja úr Þorlákshöfn.
Sigurlaug B. Gröndal, 21.9.2008 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.