14.9.2008 | 03:10
Myndir frá hlédraginu í Skálholti
Oddi sem var međ mér á hlédraginu var ađ senda okkur hópnum myndir sem teknar voru á hlédraginu í Skálholti. Ég var međ myndavélina en gleymdi henni hreinlega, svo ţađ var gott ađ einhver annar sá um myndatökurnar ! Svona ađeins til ađ segja nánar frá hlédraginu ţá skiptumst viđ á ađ sjá um matinn og uppvaskiđ og var oft mikiđ fjör í eldhúsinu. Viđ hugleiddum í hlýlegum sal ţar sem búiđ var ađ dreifa dýnum og púđum á gólfiđ. Fólk kom sér svo fyrir í stellingu sem ţví hentađi. Sumir sátu á stólum, ađrir á dýnunum eđa púđum. Ég kom mér fyrir á púđa upp viđ ofninn, fékk ţá bakstuđning og hita til ađ mýkja auma vöđva. Fremst í salnum sátu svo ţau sem stýrđu hugleiđslunni, ţau Vala og Villi og einnig Rob ţegar hann var ađ kenna. Myndirnar fengu mig til ađ vilja fara ţangađ aftur ! Stefnan er tekin á hlédrag í Skotlandi í vor, spennó spennó! En hér eru 3 myndir frá ţessari frábćru viku.
Athugasemdir
Ég sé ađ ykkur hefur liđiđ mjög vel.
Hefđi haft svo gott af ţví sjálf ađ vera međ ykkur.
Kveđja
Kristín Lóa
Kristín Lóa Ólafsdóttir (IP-tala skráđ) 15.9.2008 kl. 12:21
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.