Í minningu fórnarlamba óeirðanna í Tíbet

Vil hér með koma á framfæri þessum pósti frá Hugleiðslu og friðarmiðstöðinni. Hvet alla til að mæta!

Kæru hugleiðslunemar og hugleiðendur allir!
Vegna mikillar umræðu og góðra viðbragða við síðasta bréfi okkar eum við hér með hugmynd sem okkur langar til að koma á framfæri við ykkur og alla sem þið þekkið:
Á morgun föstudaginn langa kl. 13:00 ætlum við að hittast á Austurvelli með kertaljós og eitthvað til að sitja á. Síðan ætlum við að hugleiða í 30 mínútur til að minnast allra þeirra sem hafa látið lífið í Tíbet undanfarnar vikur. Við viljum með þessu sýna H.H.Dalai Lama samstöðu um að að ofbeldi leiði aðeins af sér ofbeldi. Lögmálið um orsök og afleiðingu er í fullu gildi því menn uppskera auðvitað eins og þeir sá. Þetta verður sem sagt minningarstund um þá sem látist hafa í Tíbet af hvaða þjóðerni sem þeir eru. Vonandi sjá sem flestir sér fært að gefa þennan hálftíma til góðs málefnis. Við mætum þarna sem einstaklingar en ekki sem einhver ákveðinn þrýstihópur.
Kraftinn höfum við sameiginlegan samt. Haft hefur verið samband við lögregluna og hún veit af þessu þannig að við erum ekki að gera neitt ólöglegt.
Verið vel klædd og með stormkerti og kanski disk eða pappaspjald til að setja það á eða bara með venjulegt kert. Þeir sem vilja sitja á jörðinni taki með sér púða eða eitthvað til að stja á.
Sjáumst sem allra flest.
Með hugleiðslu og friðarkveðju
Dagmar Vala og Halldór

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband