30.1.2008 | 00:22
Afmælispartí og fleira
Það má segja að ég hafi fagnað afmælinu mínu 3 daga í röð. Fyrst fór ég út að borða á afmælisdaginn. Bæði gaman og gott
Svo á föstudagskvöldið bauð Umhverfisráð öllu starfsfólki sviðsins út að borða. Risahörpuskel, andabringa og kaka, einnig slatti af rauðvíni og bjór með. Töframaður sá um skemmtun og allir í góðu skapi. Á laugardagskvöldið hélt ég svo partí hér og var mikið um dýrðir. 12 mættu og var mikið hlegið og spjallað. Ég fékk margar góðar gjafir; spil, púða, vettlinga, handryksugu, kaffi, geisladisk, blóm, kerti og rauðvín. Par excellance ! Frábært kvöld, takk allir aftur !! Helgin var s.s. alveg frábær. Á sunnudagskvöldið spilaði ég svo við Helgu og Björgu, ekki var það nú leiðinlegt
Það var hinsvegar ekki jafn gleðilegt hvað ég var slæm í fótunum eftir helgina. Freyja, hundurinn hennar Steinku, fór með mig í göngutúr á laugardaginn. Sá göngutúr fólst aðalega í örvæntingarfullum tilraunum mínum til að halda mér uppréttri meðan Freyja dró mig á æðisgengnum hraða um Kópavoginn. Afleiðingarnar komu í ljós á sunnudag og mánudag, stífir ökklar með tilheyrandi haltri. Það keyrði svo um þverbak í dag þegar bakverkir bættust í hópinn. Ég hreyfi mig því eins og gamamenni, passar vel við aldurinn. Jæja, best að bryðja íbúfen og fara að lúra. Sæl og glöð samt eftir helgina !
Athugasemdir
Já, þriggja daga veisluhöld hafa löngum þótt lágmark í okkar fjölskyldu.
Steingerður Steinarsdóttir, 31.1.2008 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.