30.11.2007 | 00:48
Höfum við gengið til góðs götuna fram um veg ?
Las í Fréttablaðinu að sérstakt hvíldarherbergi fyrir karlmenn væri í nýju Hagkaupsversluninni í Holtagörðum. Þar gætu þeir horft á boltann og spilað tölvuleiki meðan konurnar versluðu. Argh !!! Hversu lengi ætlum við að vera föst í viðjum vanans ? Rakst á umfjöllun um gamlar auglýsingar sem eru afar lýsandi fyrir viðhorf til kvenna, hér fyrir neðan er ein þeirra, greinina sjáið þið hér. Höfum við tekið einhverjum framförum síðustu áratugi ? Við höldum það en við þurfum ekki að leita lengi til að sjá að gömlu kreddurnar lifa enn - ekki bara í leikherbergi karlanna í Hagkaup.
Þessi er frá 1961
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.