21.11.2007 | 23:11
Sætt, sætara, sætast !
Ég er alger dýrasjúklingur og á hverjum tíma er heimili mitt eins og dýragarður. Nú á ég kanínu, skjaldböku og tvær stökkmýs. Ég rek því augun alltaf í fréttir af dýrum og þessi sem ég sá í Aftonbladet í dag var ansi skemmtileg. Kona fann 6 heimilislausa kettlinga og tók þá með heim. Þar var fyrir kanína á heimilinu og héldu kettlingarnir að þarna væri mamma þeirra komin Reyndu að sjúga spenana á henni og léku sér við hana. Kanínan lét sér það vel líka !! Sæt frétt sem kom mér í gott skap.
Athugasemdir
Blessuð frænka , hefur þú leitt hugann að því að fá þér hænu ?? Minnist ótrúlegra tilburða hjá þér heima í sveitinni með hænurnar okkar . Finnst þú ættir að fá þér eina og hún gæti verið í hengirólu í stofunni
Hildur Þöll (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 08:26
Ógeðslega sætt, mig langar í þessa litlu hnoðra.
Steingerður Steinarsdóttir, 22.11.2007 kl. 15:35
kettlingar er með því sætara sem fyrirfinnst en ég verð víst að sætta mig við að geta ekki haft þá svo bardagafiskurinn minn verður eina gæludýrið á mínu heimili
Rebbý, 24.11.2007 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.