30.10.2007 | 17:45
Hissa á fótvissi
Jæja, óvissuferðin kom og fór og enn er ég í heilu lagi. Margir höfðu samband við mig á laugardeginum og óskuðu eftir að vita hvað ég braut í þetta sinnið. Mér fannst ekki laust við að örlaði á vonbrigðum hjá vinum og fjölskyldu yfir því að ekkert væri brotið. Ferðin var vellukkuð í alla staði og allir virtust skemmta sér vel. Fyrst skoðuðum við hraunmyndanir sem heita Tröllabörn sem eru rétt hjá Lækjarbotnum. Næst var skoðuð Hellisheiðavirkjun sem við auðvitað mátum í gegnum heilbrigðisfulltrúagleraugun. Þá var stoppað í Hveragerði og farið í leiki á planinu gengt Eden. Loks var endað með humarveislu á veitingastaðnum Í fjöruborðinu á Stokkseyri. Frábær matur, frábær stemning. Þegar í bæinn var komið fór þæga fólkið allt heim en þeir sem sprækari voru skelltu sér í bæinn. Skemmst er frá að segja að ég og Ólöf vinnufélagi djömmuðum lengst, enda ungar og einhleypar konur. Við vorum aftur á móti ungar og frekar ræfilslegar konur daginn eftir... En ég kvarta ekki yfir smá timburmönnum þegar fótbrotunum er sleppt.
Athugasemdir
til lukku með árangurinn - djammið fram á morgun og ekki síður að koma óbrotin heim
Rebbý, 30.10.2007 kl. 21:14
Svava var fótviss og fim
og braut ekki einn einasta lim.
Á því voru allir hlessa
að steinlá ekki eins og klessa
enda
Steingerður Steinarsdóttir, 31.10.2007 kl. 12:22
Úps eitthvað varð vísan endaslepp en þetta átti að vera
enda var ekki farið í gym.
Steingerður Steinarsdóttir, 31.10.2007 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.