Gúllassúpa er dúndurgóð :-)

Útsýnið frá Géllert hæðJæja, þá er maður kominn heim þinghúsiðeftir góða ferð.  Það varð 6 tíma seinkun á fluginu heim en til allrar lukku þurftum við aðeins að eyða tveimur af þeim á flugvellinum, restinni gátum við eytt í borginni.  Búdapest er falleg borg og skartaði sínu fegursta í glimrandi haustveðri.  Það var sól allan tímann og þó það væri dálítið svalt þegar vindurinn blés var veðrið nær fullkomið.  Við fórum vítt og breitt um borgina, skoðuðum m.a. frelsisstyttuna, Citadella virkið, kastalann, þinghúsið, hellakirkju og dýragarðinn Smile  Skruppum einnig í smábæinn Sztendre sem er skammt frá Búdapest, afar huggulegt lítið þorp með fuuullt af varningi til sölu.  Maturinn var mjög góður og að sjálfsögðu brögðuðum við hina rómuðu gúllassúpu oftar en einu sinni.  Þvílíkt sælgæti !!  Búin að ná mér í uppskrift - nú er bara að reyna að endurskapa bragðið !  Vart þarf að taka fram að bjórinn var góður.  Nú er ferðalögum lokið í bili og ég mun halda mig á klakanum.  Nema einhver sé með góða hugmynd um ferð - ég er svo sem alltaf til í tuskið !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband