8.10.2007 | 01:50
Hćtt ađ ganga međ bakpoka og dansa minna
Á föstudaginn fékk ég afhentar niđurstöđur úr örorkumati á vinstra fćti. Mér var dćmd 15% varanleg örorka sem er sama niđurstađa og međ hćgri fótinn. Gaman ađ hafa ţetta í stíl
Viđ Magnea vinkona skemmtum okkur hinsvegar konunglega yfir orđalaginu í skýrslunni. Ţegar svona mat er framkvćmt er tekiđ viđtal ţar sem mađur er spurđur m.a. út í ýmislegt varđandi daglegt líf. Eitthvađ hefur skolast til í ţessu viđtali ef marka má textann. Ţar stendur m.a. ađ hin slasađa hafi áđur fariđ í lengri gönguferđir međ bakpoka en fari nú eftir slysiđ í styttri gönguferđir án bakpoka. Haahahahahhah !! Ég hef aldrei fariđ í gönguferđ međ bakpoka
Ţađ er hinsvegar rétt ađ ég fer í styttri gönguferđir núna sem ég og sagđi lćkninum, bakpokadćmiđ er aftur á móti hans eigin viđbót ! Önnur setning sem vakti kátínu var ţessi: Slasađa getur ekki hlaupiđ eđa stokkiđ og dansar minna. Dansar minna ? Minna en hvađ ? Gefur til kynna ađ ég hafi veriđ alger dancing queen hér áđur
Ekki rekur mig minni til ţess ađ hafa talađ um danshćfni mína viđ matslćkninn, enn og aftur hefur hann notađ hugarflugiđ. Kannski séđ mig fyrir sér svífandi um gólfiđ í örmum myndarlegs dansherra og svo núna sitjandi eina út í horni, horfandi á fima dansara međ tár á hvarmi. Jćja, ćtlađi ađ stökkva í rúmiđ en mundi ţá ađ ég get hvorki hlaupiđ né stokkiđ, á meira ađ segja pappír upp á ţađ ! Góđa nótt




Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.