Flís plís !

seasons1Leitin að baðherbergisflísunum heldur áfram. Við Svanhildur bættum einni búð í viðbót á listann og ef eitthvað er hefur valkvíðinn aukist.  Hann var samt umtalsverður fyrir !  Vorum einmitt að ræða það hversu einfalt það væri ef við byggjum í einhverju afturhaldssömu kommaríki þar sem við gætum bara farið í ríkisflísabúðina og keypt hina opinberu ríkisvegg- og gólfflís.  Úrvalið í búðunum er bara allt of mikið !  Það er svo merkilegt að það sem mér þykir flottast er auðvitað dýrasta dótið í búðinni.  Fnys !  Verð að fara að taka ákvörðun áður en allar útsölur eru búnar GetLost   Búin að fara í Byko, Húsasmiðjuna, Egg, Álftaborg, Baðheima, Egil Árnason og Vídd.  Hvert stingið þið upp á að ég fari næst ? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÞAð er ágætis Flísabúð uppi á höfða, man ekki fyrir mitt litla líf hvað hún heitir samt.  Ég keypti mitt þar.  Ég myndi alla vega hafa ljósar flísar á veggjunum til að stækka baðið

Kristín Anna (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 12:20

2 Smámynd: Rebbý

  Kristín klára - allavega eru baðherbergin flott hjá henni, kíktu á höfðann hahaha

Rebbý, 29.8.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband