14.7.2007 | 00:28
Komin heim !! Was big in Japan (í orðanna fyllstu)
Jæja, þá erum við komnar heim, jet-lagged en sælar eftir frábæra ferð. Þúsund þakkir til okkar frábæru gestgjafa, þeirra Gunnellu og Halldórs. Takk elskunar, þið eruð best !! Þetta var ógleymanleg ferð. Við dunduðum okkur við ýmislegt síðustu dagana. Skoðuðum keisaragarðana, fórum á japanska hátíð og brugðum okkur til Hakone, sem er bær ca. 70 km frá Tokyo. Þar ferðuðumst við í fjöllunum með lest og kláfi. Skoðuðum þar hverasvæði og borðuðum svört egg sem soðin voru í hverum. Svo fórum við í siglingu á Lake Asha á flottu sjóræningjaskipi. COOL ! Við dvöldum á hóteli og um kvöldið fórum við í hefðbundið baðhús. Böðin eru kynjaskipt og í þeim er hveravatn. Vatnið var að vísu mjööög heitt en þaðvar gott að slaka á í hitanum. Við klæddumst japönskum sumarbúningi, yukatan, eftir baðið. Kvöldmaturinn á hótelinu var hefðbundinn japanskur matur, m.a. krabbaklær, ostrur og hrár fiskur. Mmmmm, æðislegur matur. Þvílík ævintýr. En nú er hversdagsleikinn tekinn við, vinnan byrjuð á ný og ég sakna Japans !! Einn dag mun ég koma aftur !
Athugasemdir
welcome back
Rebbý, 14.7.2007 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.