Tokyo fréttir

Hellu !  Fórum í Tokyo National Museum í gær og skemmtum okkur vel þar.  Brugðum okkur einnig á Hard Rock Café þar sem ég fékk safaríka grísasamloku.   Mmm, hef saknað þessarar samloku, eina sem ég sé eftir við Hard Rock Reykjavík.  Í dag fórum við í garð við Kichijoji og fórum þar í lítinn dýragarð.  Hápunktur dagsins var íkornabúrið, sem maður fór inn í og íkornarnir hoppa og skoppa í kringum mann.  Og oh my oh my hvað þeir voru sætir !!  Mjög gaman fyrir dýrasjúklinginn mig.  Á morgun förum við í Harajuku hverfið og sjáum vonandi marga furðufugla.  Set vonandi myndir inn á næstu dögum !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarft sko ekkert að fara til Tokyo til að fá grísasamloku a la Hard Rock! Neibb, skreppur bara á Hamborgarbúlluna....algerlega frábær grísalokan þar, alveg upp á gamla Hard Rock mátan :)

Vonandi á ferðin eftir að ganga áfram jafn vel - og njótið nú vel - ekki á hverju ári sem Tokyo fær að njóta nærveru ykkar :)

 Kv. Gurra

Gurra (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband