Barnagæla - barnafæla

Eyrún sætaÍ dag heimsótti ég Sif vinkonu og dætur hennar tvær.  Hilda Margrét og Steingrímur litli stuðningssonur minn voru með í för.  Eyrún litla er orðin átta mánaða og er ómótstæðilega sæt.  Mig langaði því mjög að fá hana í hendurnar.  Sú stutta var ekki á sama máli.  Oftar en ekki brast hún í grát við það eitt að líta á mig.  Sú var tíðin að ég fékk ekkert nema leiftrandi bros frá sömu dömu.  Reyndar fékk ég líka bros núna - þegar hún var örugg í mömmu faðmi Wink Þetta er bara svo erfitt þegar maður er sjúkur í lítil kríli og vill fá að knúsa þau, en þeim finnst maður vera Þokuskrímslið frá gömlu Lundúnaborg og vilja ekkert með mann hafa.  Vona að þessi fælni renni af krílinu fljótlega. Stóra systir var ekki feimin, Arna skoppaði um spilandi kát og hafði ekkert á móti gestunum.  Fékk meira að segja að hjálpa henni að þrífa súkkulaði af höndunum á sér.  Bíddu, ég ætla að sjúga súkkulaðið af fyrst, sagði hún þegar við stóðum við vaskinn LoL Alltaf gaman að skreppa í heimsókn til þeirra systra. Ó já, og Sif er víst ekki sem verst heldur Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

EEEN SÆTT:

Steingerður Steinarsdóttir, 20.5.2007 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband