25.3.2007 | 15:56
Stolt móðir fermingarbarns !
Jæja, þá er búið að ferma einkadótturina. Og ég var ekki lostin eldingu þó að ég færi upp að altarinu með henni. Eina áfallið var tyggjóklessan í messuskránni minni. Hilda leit út eins og engill og geislaði alveg af gleði eftir að athöfninni lauk. Veislan er eftir - hún er kl. 18. Svo nú er bara að bíða og slappa af.
Athugasemdir
Innilega til hamingju! Ef spákonan hefur rétt fyrir sér muntu bráðlega hitta góðan mann og hlaða niður öðru barni með honum!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.3.2007 kl. 20:00
Til hamingju!
Sigurður Ásbjörnsson, 25.3.2007 kl. 23:38
Takk fyrir síðast, frábær veislan og Hilda gullfalleg eins og Kristín vinkona mömmunnar! En stóra spurningin er, stendur kirkjan í ljósum logum eða er hún enn á sínum stað og heil?
kveðja
Kristín Anna
Kristín (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 13:20
Hvaða spákonu er Gurrí að vitna í? Er von á einhverjum draumaprinsi án þess að ég hafi heyrt á það minnst?
Steingerður Steinarsdóttir, 26.3.2007 kl. 14:55
Til lukku með stelpuna; hún er ferlega sæt.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.4.2007 kl. 01:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.