Stolt móðir fermingarbarns !

Jæja, þá er búið að ferma einkadótturina.  Og ég var ekki lostin eldingu þó að ég færi upp að altarinu með henni.  Eina áfallið var tyggjóklessan í messuskránni minni.  Hilda leit út eins og engill og geislaði alveg af gleði eftir að athöfninni lauk.  Veislan er eftir - hún er kl. 18.  Svo nú er bara að bíða og slappa af.

Hilda í kirkjunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Innilega til hamingju! Ef spákonan hefur rétt fyrir sér muntu bráðlega hitta góðan mann og hlaða niður öðru barni með honum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.3.2007 kl. 20:00

2 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Til hamingju!

Sigurður Ásbjörnsson, 25.3.2007 kl. 23:38

3 identicon

Takk fyrir síðast, frábær veislan og Hilda gullfalleg eins og Kristín vinkona mömmunnar!  En stóra spurningin er, stendur kirkjan í ljósum logum eða er hún enn á sínum stað og heil?

 kveðja

Kristín Anna

Kristín (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 13:20

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Hvaða spákonu er Gurrí að vitna í? Er von á einhverjum draumaprinsi án þess að ég hafi heyrt á það minnst?

Steingerður Steinarsdóttir, 26.3.2007 kl. 14:55

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Til lukku með stelpuna; hún er ferlega sæt.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.4.2007 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband